Við viljum koma því á framfæri að samkvæmt okkar upplýsingum er rannsókn málsins enn á frumstigi. Við teljum því óvarlegt að tjá okkur meira um þetta mál að svo stöddu. Hvað varðar umræddan leikmann þá höfum við rætt við hann og fengið hans frásögn af málinu og er hún ekki í samræmi við það sem fréttaflutningur af málinu gefur til kynna. Engu að síður hefur verið tekin ákvörðun um að leikmaðurinn geri hlé á æfingum og keppni á meðan rannsókn stendur yfir.
Við biðjum alla að sýna okkur skilning vegna þessa en við ítrekum að okkur þykir leitt að nafn félagsins hafi verið dregið inn í þetta mál. Virðingarfyllst, Stjórn Einherja.
Elstu fundargerðir sem varðveist hafa eru frá árinu 1936 en strax þá er farið að ræða um að koma upp sundlaug í þorpinu. Um tíma var áætlað að reisa laugina neðan við Garðsklett en fljótlega var horfið frá þeim hugmyndum. Á árunum 1936 og fram yfir 1940 var miklu fé safnað í sundlaugasjóð frá ýmsum félagasamtökum og hreppsnefnd. Fjöldi manns starfaði í sundlauganefndum en lítið gerðist í málinu annað en að peningar söfnuðust og dagsverkum var heitið. Á fundi 1942 segir Björn Jóhannsson skólastjóri frá því að hugur íþróttanefndar ríkisins beinist að heitu uppsprettunni í Selárdal og uppbyggingu laugar þar. Ekki voru allir félagsmenn samþykkir þesusm stað og nefndu menn nýjan stað í þorpinu fyrir laugina - við frystihús Kaupfélagsins.
að finna stað í nýja húsinu. Ingólfur Sveinsson afhenti formanni félagsins, Víglundi Páli, peningagjöf frá Mælifelli í tilefni dagsins en sú gjöf var viðbót við áður veittan styrk frá fyrirtækinu sem hefur verið okkur innan handar í áraraðir. Við þökkum kærlega fyrir okkur og ykkur sem komuð á staðinn fyrir samveruna.
Stjórn Umf. Einherja
Samheldnin og viljinn hjá öllum sem að félaginu koma, hvort sem það eru leikmenn, þjálfarar, stjórnarmenn, félagsmenn eða stuðningsmenn. Það eru allir að róa í sömu átt. Það vilja allir hjálpa og leggja sitt að mörkum, fyrir það erum við ótrúlega þakklát. Það horfir til bjartari tíma.
Í dag, 4. maí, getur íþróttastarf hafist að nýju. Yngri flokkar geta hafið æfingar að fullu án allra takmarkana en að sjálfsögðu þurfum við að passa vel upp á hreinlæti og annað slíkt. Það eru strangari reglur er varða meistaraflokkinn. Þar mega menn æfa 7 saman í hóp á ¼ af velli. Þar gildir ennþá tveggja metra reglan og engar snertingar leyfðar. Keppni hefst að öllu óbreyttu hjá yngri flokkum í byrjun júní. Við bíðum hinsvegar enn eftir leikjaplani og mótafyrirkomulagi. Hjá meistaraflokki hefst bikarkeppnin að öllu óbreyttu um 5-6. júní og deildin í kringum 20. júní. Sama saga þar, við bíðum enn eftir leikjaplani. Vonandi sjáum við sem flesta á vellinum í sumar. Stjórn Einherja
Málum sviðsmynd:
Fyrsti heimaleikur sumarsins. Það er ekta vopnfirskt vorveður, sól og blíða - þó kannski svolítið kalt. Það er enn smá snjór í fjöllum en fjallasýnin er jafnvel enn fegurri fyrir vikið. Völlurinn hefur komið vel undan vetri. Lyktin af ný slegnu grasinu liggur í loftinu. Stuðningsmennirnir mæta hver á eftir öðrum á völlinn og koma sér fyrir í klettunum. Það er spenna í loftinu. Stuðningsmenn ræða saman yfir rjúkandi heitu kaffinu og allir virðast hafa það á tilfinningunni að krefjandi en skemmtilegt og gjöfult tímabil sé í vændum. Við hvetjum alla sem geta til að mæta og taka þátt svo við getum bætt metið. Um leið viljum við þakka fyrir stuðninginn í gegnum súrt og sætt. Við munum halda okkar striki þangað til annað kemur í ljós. Hins vegar er staðan endurskoðuð daglega og því munum við líkt og aðrir vera á varðbergi. Við tökum þessu alvarlega og munum fara eftir tilmælum almannavarna og landlæknis. Stjórn félagsins mun um helgina fara yfir æfingatöflu og eru líkur á að hún verði með breyttu sniði, jafnvel færri æfingar og styttri til að koma i veg fyrir að hópar blandist.
„Íslensk yfirvöld hafa ákveðið að virkja heimildir sóttvarnalaga til að takmarka samkomur (samkomubann) frá og með miðnætti sunnudaginn 15. mars. Samkomubannið gildir í fjórar vikur frá þeim tímapunkti og nær yfir samkomur þar sem fleiri en 100 manns koma saman. Á viðburðum þar sem færri koma saman er gert ráð fyrir því að tveir metrar séu milli fólks.
Vegna þessa ákvað stjórn KSÍ á fundi sínum í dag að fresta öllum leikjum á vegum KSÍ, sem og landsliðsæfingum og tengdum viðburðum á fyrrgreindu tímabili. Ákvörðunin tekur gildi frá og með deginum í dag, 13. mars. Stjórn KSÍ hvetur aðildarfélögin til að fara í öllu eftir tilmælum stjórnvalda varðandi útfærslu á sínu starfi, viðburðum og æfingahaldi. Ákvörðun um hvort umspilsleik A landsliðs karla um mögulegt sæti í lokakeppni EM 2020, og öðrum landsleikjum sem áætlaðir eru dagana 23.-31. mars næstkomandi, verði frestað, bíður niðurstöðu fundar UEFA sem fram fer á þriðjudag. Á fundinum verða fulltrúar allra aðildarlanda UEFA, auk fulltrúa evrópskra félagsliða og annarra hagsmunaaðila.“
Það er að vissu leyti nokkuð undarlegur siður að verðlauna einn leikmann umfram annan fyrir árangur, í hópíþrótt - liðið er jú ein heild. En auðvitað getur það reynst hvatning að vera verðlaunaður fyrir góðan árangur. Eins getur það verið hvatning fyrir þá sem ekki hreppa verðlaunin til að bæta sig og gera betur. En þegar öllu er á botninn hvolft eru það ekki einstaklingsverðlaunin sem skipta mestu máli heldur bragur liðsins inni á vellinum. Drengirnir í meistaraflokki Einherja fengu engin verðlaun sem lið í sumar. En það er kannski komið að því; að vinna til verðlauna í 3. deild. Sjáum til á næsta ári.
|