Ungmennafélagið Einherji | Stofnað 1929

  • Heim
  • Fréttir
  • Um félagið
    • Lög, reglur og áætlanir >
      • Foreldrahandbók
      • Siðareglur
      • Viðbragðsáætlun
      • Kennslu- og æfingaskrá
    • Stjórn
    • Merki Einherja
    • Sagan
    • Aðstaða til æfinga
    • Facebook- síða Einherja
  • Innganga í félagið
  • Heim
  • Fréttir
  • Um félagið
    • Lög, reglur og áætlanir >
      • Foreldrahandbók
      • Siðareglur
      • Viðbragðsáætlun
      • Kennslu- og æfingaskrá
    • Stjórn
    • Merki Einherja
    • Sagan
    • Aðstaða til æfinga
    • Facebook- síða Einherja
  • Innganga í félagið


Merki Einherja

„Hann er grimmilegur, vel

tenntur, með bringuhár og til alls

líklegur. Hann er fornlegur,

virðist hafa komist í háska og

farið með sigur af hólmi. Hann er

frá Vopnafirði“
​- Svanur Kristbergsson
Merki Ungmennafélagsins Einherja
Fram til ársins 1975 var ekki til merki fyrir félagið, svo vitað sé til. Árið 1975 stóð Einherji fyrir samkeppni um félagsmerki og sigraði teikning Baldurs Kjartanssonar og Hafsteins Sveinssonar. Það merki er notað enn þann dag í dag.

Einn af landvættum Íslands er drekinn í Vopnafirði. Í Ólafs sögu Tryggvasonar í Heimskringlu Snorra Sturlusonar segir: 


„Haraldur konungur bauð kunngum manni að fara í hamförum til Íslands og freista hvað hann kynni segja honum. Sá fór í hvalslíki. En er hann kom til landsins fór hann vestur fyrir norðan landið. Hann sá að fjöll öll og hólar voru fullir af landvættum, sumt stórt en sumt smátt. En er hann kom fyrir Vopnafjörð þá fór hann inn á fjörðinn og ætlaði á land að ganga. Þá fór ofan eftir dalnum dreki mikill og fylgdu honum margir ormar, pöddur og eðlur og blésu eitri á hann.“

Þetta er drekinn okkar. Hann er appelsínugulur að lit eins og aðallitur Einherja. Borðinn sem ber nafn félagsins er grænn því ásamt appelsínugula litnum er grænn litur félagsins. 


Óheimilt er að nota Einherjamerkið nema með leyfi stjórnar Einherja.

Litla liðið með stóra appelsínugula hjartað!

Ábyrgðarmaður heimasíðu: 
Bjartur Aðalbjörnsson
​bjartur@einherji.net
Picture
Picture