Ungmennafélagið Einherji | Stofnað 1929

  • Heim
  • Fréttir
  • Um félagið
    • Lög, reglur og áætlanir >
      • Foreldrahandbók
      • Siðareglur
      • Viðbragðsáætlun
      • Kennslu- og æfingaskrá
    • Stjórn
    • Merki Einherja
    • Sagan
    • Aðstaða til æfinga
    • Facebook- síða Einherja
  • Innganga í félagið
  • Heim
  • Fréttir
  • Um félagið
    • Lög, reglur og áætlanir >
      • Foreldrahandbók
      • Siðareglur
      • Viðbragðsáætlun
      • Kennslu- og æfingaskrá
    • Stjórn
    • Merki Einherja
    • Sagan
    • Aðstaða til æfinga
    • Facebook- síða Einherja
  • Innganga í félagið

Ingvi nýr þjálfari meistaraflokks karla

11/10/2021

 
Picture
Bjartur Aðalbjörnsson skrifar:

Í dag var undirritaður samningur milli Einherja og Ingva Ingólfssonar þess efnis að Ingvi taki við þjálfun meistaraflokks karla hjá félaginu frá deginum í dag og stýri liðinu út næsta sumar.

Ingvi er Vopnfirðingum kunnur enda lék hann með Einherjaliðinu seinnipart sumars. 
Ingvi er 29 ára gamall Hornfirðingur og fékk sitt knattspyrnuuppeldi hjá Sindra. Hann hóf sinn meistaraflokksferil árið 2009 og lék með liðinu allt til 2017 er hann tók sér pásu frá fótbolta en tók skóna aftur af hillunni 2018 og lék þá hálft tímabili með Leikni F. Árið 2019 var hann svo ráðinn spilandi þjálfari Sindra en því hlutverki gegndi hann fram á mitt sumar 2020. Auk þess að þjálfa meistaraflokk karla hefur hann komið að þjálfun yngri flokka auk þess að þjálfa meistaraflokk kvenna eitt sumar. 

Ingvi er með UEFA-B þjálfaragráðu og hyggst halda áfram og sækja sér UEFA-A réttindi við tækifæri. Þá er hann með BS-gráðu í íþróttafræði og MEd-gráðu í menntunarfræðum. 

Einherji býður Ingva velkominn til starfa en hans fyrsta verk verður að raða saman í lið fyrir næsta tímabil. Ljóst er að einhverjar breytingar verða á hópnum en vonandi verður hægt að tilkynna um framhaldið sem fyrst.

​Áfram Einherji!

Comments are closed.

    RSS Feed

Litla liðið með stóra appelsínugula hjartað!

Ábyrgðarmaður heimasíðu: 
Bjartur Aðalbjörnsson
​bjartur@einherji.net
Picture
Picture