Siðareglur |
Veturinn 2018-2019 voru siðareglur Einherja samþykktar í aðalstjórn félagsins. Reglurnar taka á hlutverki og ábyrgð, iðkenda, þjálfara og stjórnarmanna.
|
Markmið félagsins með tilkomu siðareglna (code of ethics) er að veita þeim sem koma að íþróttum almennar leiðbeiningar í leik og starfi auk þess að vera hvatning. Þær eru hluti af þeim anda sem á að vera ríkjandi í félaginu og þurfa að njóta almenns stuðnings meðal félagsmanna. Siðareglur skulu vera hvetjandi og leiðbeinandi í senn og kynntar öllum félagsmönnum. PDF-skjal með reglunum má finna hér.
Foreldri/forráðamaður, hafðu ávallt hugfast að:
Iðkandi (yngri) af virðingu við sjálfan/n þig og félagið þitt skaltu hafa í huga að:
Iðkandi (eldri) af virðingu við sjálfan/n þig og félagið þitt skaltu hafa í huga að:
Þjálfari gegnir mikilvægu hlutverki innan félagsins og þarf að hafa í huga að:
Stjórnarmaður/starfsmaður hefur það hlutverk að:
Hjarta félagsins eru stuðningsmenn og sjálfboðaliðar, þú sem fulltrúi félagsins þarft að hafa eftirfarandi í huga:
Foreldri/forráðamaður, hafðu ávallt hugfast að:
- Barnið þitt er í íþróttum á eigin forsendum ekki þínum.
- Hvetja barnið þitt til að fara eftir og virða reglur íþróttanna og að leysa deilur án fjandskapar eða ofbeldis.
- Styðja og hvetja öll börn og ungmenni - ekki bara þín eigin.
- Vera jákvæður, bæði þegar vel gengur og þegar illa gengur.
- Gera aldrei grín að barni eða hrópa að því ef það gerir mistök.
- Börn læra mest af því að framkvæma. Lærðu að meta góða frammistöðu allra barna í hópnum.
- Læra að meta þátttöku sjálboðaliða hjá félaginu því án þeirra hefði barn þitt ekki möguleika á að stunda æfingar og keppni með félaginu.
- Virða rétt hvers barns, óháð kyni, kynstofni eða trúarbrögðum.
- Láta vita ef barnið mætir ekki á æfingu eða í keppni.
Iðkandi (yngri) af virðingu við sjálfan/n þig og félagið þitt skaltu hafa í huga að:
- Gera alltaf þitt besta og taka þátt af þínum forsendum.
- Virða alltaf reglur og venjur félagsins og sýna ávallt heiðarleika í íþróttum.
- Sýna öllum iðkendum virðingu, jafnt samherjum sem mótherjum.
- Deila ekki við dómarann.
- Koma fram við aðra eins og þú vilt að aðrir komi fram við þig.
- Vera ávallt stundvís á æfingar og keppni.
Iðkandi (eldri) af virðingu við sjálfan/n þig og félagið þitt skaltu hafa í huga að:
- Gera alltaf þitt besta.
- Sýna ávallt öðrum virðingu, jafnt í meðbyr sem mótbyr.
- Gera sér grein fyrir hlutverki sínu sem fyrirmyndir, innan vallar sem utan.
- Bera sjálf/ur höfðuábyrgð á framförum þínum og þroska.
- Virða alltaf ákvarðanir dómara og annara starfsmanna leiksins.
- Bera virðingu fyrir hæfileikum og getu annarra óháð kyni, kynþætti, stjórnmálaskoðunum, trúarbrögðum og kynhneigð.
- Forðast neikvæð ummæli eða skammir.
- Sýna hvorki né samþykkja ógnandi eða ofbeldisfulla tilburði.
- Vera heiðarlegur og opin/n í samvinnu við þjálfara og alla þá sem styðja þig.
- Láta vita ef þú mætir ekki á æfingu eða í keppni.
- Vinna gegn fordómum, einelti og kynþáttarníð
- Neyta aldrei ólöglegra lyfja eða vímuefna sem gætu haft áhrif á árangur þinn.
Þjálfari gegnir mikilvægu hlutverki innan félagsins og þarf að hafa í huga að:
- Koma fram við alla iðkendur á einstaklingsgrunni og á þeirra eigin forsendum.
- Styrkja jákvæða hegðun og framkomu.
- Þjálfun og keppni sé við hæfi iðkenda.
- Vera meðvitaðir um hlutverk sitt sem fyrirmynd, innan sem utan vallar.
- Setja ávallt heilsu, heilbrigði og öryggi iðkenda í fyrsta sæti.
- Sýna aldrei eða leyfa ógnandi eða ofbeldisfulla tilburði.
- Virða alltaf reglur og venjur og sýna heiðarleika í íþróttum.
- Viðurkenna og sýna virðingu þeim ákvörðunum sem dómarar taka.
- Koma eins fram við alla iðkendur og mismuna engum á grundvelli kyns, kynþáttar, kynhneigðar, aldurs, fötlunar, þjóðernis, trúarbragða eða skoðanna.
- Tala alltaf gegn notkun ólöglegra lyfja, áfengis, fíkniefna og tóbaks.
- Forðast samskipti við iðkendur í gegnum síma og netið nema til boðunar æfinga og upplýsingagjafar.
- Öll samskipti við iðkanda á samfélagsmiðlum skulu fara fram í hópsamtölum/hópsíðum sem foreldrar hafa aðgang að.
- Aldrei eiga í samksiptum við iðkanda með kynferðislegum undirtóni eða vísa í eitthvað slíkt.
- Taka ekki að þér akstur iðkenda, hvorki á æfingar né keppni nema með samþykki foreldra.
- Vera ávallt til fyrirmyndar í hegðun og framkomu, bæði innan sem utan vallar.
Stjórnarmaður/starfsmaður hefur það hlutverk að:
- Standa vörð um siðareglur og gildi félagsins og sjá um að hvorttveggja lifi áfram meðal félagsmanna.
- Koma eins fram við alla sem jafningja og mismuna ekki iðkendum, þjálfurum eða foreldrum á grundvelli kyns, kynþáttar, kynhneigðar, aldurs, þjóðernis, fötlunar, túarbragða eða skoðanna.
- Virða alltaf reglur og venjur og sýna ávallt heiðarleika í framkomu og starfi.
- Hafa lýðræðisleg vinnubrögð í heiðri.
- Halda félagsmönnum vel upplýstum.
- Taka alvarlega þá ábyrgð sem þú hefur gagnvart félaginu og iðkendum.
- Hafa ávallt í huga að í félaginu er verið að byggja upp fólk.
- Reka félagið ávallt eftir löglegum og ábyrgum reikningsaðferðum.
- Notfæra aldrei stöðu þína hjá félaginu til eigin framdráttar á kostnað félagsins.
- Vera ávallt til fyrirmyndar varðandi hegðun og framkomu, bæði innan félags og utan.
Hjarta félagsins eru stuðningsmenn og sjálfboðaliðar, þú sem fulltrúi félagsins þarft að hafa eftirfarandi í huga:
- Eitt mikilvægasta hlutverk þitt er að hvetja og hrósa.
- Forðastu niðrandi ummæli í garð andstæðinga og samherja, jafnt stuðningsmanna sem og leikmenn og þjálfara.
- Forðastu neikvæða hegðun á kappleikjum, mundu að þú ert mikilvæg fyrirmynd félagsmanna og slæm hegðun þín getur skaðað ímynd félagsins alls.
- Berðu ávallt virðingu fyrir störfum dómara og þjálfara liðsins.
- Stuðningsmanni ber ávallt að standa vörð um gildi félagsins jafnt utan vallar sem innan.