Ungmennafélagið Einherji | Stofnað 1929

  • Heim
  • Fréttir
  • Um félagið
    • Lög, reglur og áætlanir >
      • Foreldrahandbók
      • Siðareglur
      • Viðbragðsáætlun
      • Kennslu- og æfingaskrá
    • Stjórn
    • Merki Einherja
    • Sagan
    • Aðstaða til æfinga
    • Facebook- síða Einherja
  • Innganga í félagið
  • Heim
  • Fréttir
  • Um félagið
    • Lög, reglur og áætlanir >
      • Foreldrahandbók
      • Siðareglur
      • Viðbragðsáætlun
      • Kennslu- og æfingaskrá
    • Stjórn
    • Merki Einherja
    • Sagan
    • Aðstaða til æfinga
    • Facebook- síða Einherja
  • Innganga í félagið

hausthvatning formanns

21/9/2021

 
Picture
Bjartur Aðalbjörnsson skrifar:

Hífandi rok og rigningardropar berja nú á Valhöll – vallarhúsinu okkar – og völlurinn tómur. Leikmenn og stuðningsmenn hafa fengið frí í bili. Það er komið haust og bráðum kemur vetur. Að baki er viðburðaríkt sumar í kvenna- og karlaflokki. Auðvitað hefðum við viljað endað sumarið öðruvísi karlamegin en það er eins og það er. 
Út af fyrir sig var það sigur fyrir okkur að stilla fram liði í báðum flokkum. Af því erum við stolt. 

Nú á næstu dögum og vikum líta stjórnendur félagsins yfir öxl til að taka það inn sem hægt er að læra af líðandi sumri. Það borgar sig þó ekki að dvelja of lengi í fortíðinni því framundan er vetrarstarf og undirbúningur fyrir næsta sumar. Kvennamegin gerum við ráð fyrir enn öflugra liði í 2. deildinni – liði sem gerir atlögu að úrslitakeppni. Karlamegin ætlum við okkur að sjálfsögðu beint aftur upp úr 4. deildinni. Við höfum gert það áður og við gert það aftur. 

Til þess að ná þessum markmiðum þurfa stjórnarmenn að vinna hröðum höndum nú á haustdögum og leggja fram drög að plani fyrir næsta sumar. Vonandi verða það plön sem tryggja sem flesta okkar leikmenn í sessi hjá Einherja. Við megum ekki við því að missa marga. Án heimafólksins okkar – hvort sem það er karla- eða kvennamegin – erum við ekkert.

Það er bjart framundan þó skyggja taki nú á haustdögum. Með hækkandi sól fer boltinn að rúlla að nýju og áður en við vitum af verðum við mætt aftur í blíðskaparveðri á Vopnafjarðarvelli til að fylgjast með piltum og stúlkum leika íþróttina sem okkur þykir svo vænt um. 

Áfram Einherji!

Comments are closed.

    RSS Feed

Litla liðið með stóra appelsínugula hjartað!

Ábyrgðarmaður heimasíðu: 
Bjartur Aðalbjörnsson
​bjartur@einherji.net
Picture
Picture