Ungmennafélagið Einherji | Stofnað 1929

  • Heim
  • Fréttir
  • Um félagið
    • Lög, reglur og áætlanir >
      • Foreldrahandbók
      • Siðareglur
      • Viðbragðsáætlun
      • Kennslu- og æfingaskrá
    • Stjórn
    • Merki Einherja
    • Sagan
    • Aðstaða til æfinga
    • Facebook- síða Einherja
  • Innganga í félagið
  • Heim
  • Fréttir
  • Um félagið
    • Lög, reglur og áætlanir >
      • Foreldrahandbók
      • Siðareglur
      • Viðbragðsáætlun
      • Kennslu- og æfingaskrá
    • Stjórn
    • Merki Einherja
    • Sagan
    • Aðstaða til æfinga
    • Facebook- síða Einherja
  • Innganga í félagið

Ný stjórn Einherja

25/3/2021

 
Picture
Bjartur Aðalbjörnsson skrifar:

Mánudaginn 15. mars var aukaaðalfundur félagsins haldinn. Var þessi fundur settur á dagskrá af aðalfundi félagsins vegna erfiðleika við að mynda stjórn. 

Dagskrá fundarins var nokkuð hefðbundin. Fámennt var en góðmennt og stjórnaði Aðalbjörn fundi. Formaður flutti skýrslu stjórnar snaggaralega og greindi frá þeim verkefnum sem stjórnin hafði á sínum snærum þennan eina og hálfa mánuð sem hún starfaði. Voru þar fyrirferðarmest málefni meistaraflokkanna en þar var róðurinn þungur. Það tókst þó að lokum að ráða þjálfara fyrir báða flokka og manna liðin. Önnur minni verkefni fór formaður yfir, m.a. fjáraflanir og getraunahópinn.
Engar tillögur að lagabreytingum bárust fyrir fundinn og var því farið í kosningu stjórnar. Formaður lagði fram tillögu að nýrri stjórn og var sú tillaga samhljóða samþykkt. Í nýrri stjórn eru Bjartur Aðalbjörnsson, formaður, Arnar Ingólfsson, ritari, Dagný Steindórsdóttir, gjaldkeri og Jón Ragnar Helgason og Hrafnhildur Helgadóttir meðstjórnendur. Varamenn eru Aðalbjörn Björnsson og Víglundur Páll Einarsson.

Það má segja að fundarstjórn hafi verið hröð en vandleg og var fundi slitið eftir 19 mínútur. Eftir það sátu fundarmenn og spjölluðu saman um starf og framtíð félagsins.


Comments are closed.

    RSS Feed

Litla liðið með stóra appelsínugula hjartað!

Ábyrgðarmaður heimasíðu: 
Bjartur Aðalbjörnsson
​bjartur@einherji.net
Picture
Picture