Ungmennafélagið Einherji | Stofnað 1929

  • Heim
  • Fréttir
  • Um félagið
    • Lög, reglur og áætlanir >
      • Foreldrahandbók
      • Siðareglur
      • Viðbragðsáætlun
      • Kennslu- og æfingaskrá
    • Stjórn
    • Merki Einherja
    • Sagan
    • Aðstaða til æfinga
    • Facebook- síða Einherja
  • Innganga í félagið
  • Heim
  • Fréttir
  • Um félagið
    • Lög, reglur og áætlanir >
      • Foreldrahandbók
      • Siðareglur
      • Viðbragðsáætlun
      • Kennslu- og æfingaskrá
    • Stjórn
    • Merki Einherja
    • Sagan
    • Aðstaða til æfinga
    • Facebook- síða Einherja
  • Innganga í félagið

Einherjasokkar og treflar til sölu í gunnubúð

5/2/2021

 
Picture
Bjartur Aðalbjörnsson skrifar:

Nú er hægt að kaupa Einherjavarning hjá Gunnu í Gunnubúð - eða Anný eins verslunin kallast einnig. 

​Til að byrja með verða til sölu sokkar og treflar. Nóg er af sokkum í barnastærðum - stærðum 30-32 og 33-35.

Varningurinn er á sama verði og áður: 3000 krónur fyrir þriggja para pakka af sokkum og 3000 krónur fyrir Einherjatrefil.

Vonandi getum við bætt við fjölbreyttari varningi á næstunni. En þangað til getið þið gert ykkur ferð til Gunnu og kíkt á það sem til er. Hjá Gunnu er opið alla virka daga kl. 13-16.

nÝIR FÉLAGsmenn VELKOMNIR

2/2/2021

 
Picture
Bjartur Aðalbjörnsson skrifar:

Nú eiga félagsmenn að hafa fengið senda greiðsluseðla í heimabanka vegna árgjalds félagsins. Árgjaldið er 3000 krónur. 

Okkur langar að fjölga í félaginu en allir eru velkomnir. Félagsmenn hafa atkvæðis- og tillögurétt á aðalfundi. Þeir sem vilja ganga í félagið sendi póst á viglundur@einherji.net með upplýsingum um nafn, kennitölu, heimilisfang, netfang og símanúmer. 

Getraunahópurinn fer af stað að nýju

30/1/2021

 
Picture
Bjartur Aðalbjörnsson skrifar:

Getraunarstarf Einherja fer af stað að nýju á morgun, laugardag, eftir allgott hlé. Getraunahópurinn hefur ekki verið virkur síðan árið 2018 en þá hittist hópurinn reglulega á Ollasjoppu. 

Nú er hinsvegar komið að því að rífa hópinn í gang að nýju - og nú í Einherjaheimilinu í vallarhúsinu. 

Opið hús, fyrir áhugasama, á morgun kl. 11. Sjáumst kát!






​

Aðalfundur: Ný stjórn kosin til bráðabirgða

27/1/2021

 
Picture
Bjartur Aðalbjörnsson skrifar:

​Aðalfundur Ungmennafélagsins Einherja var haldinn í gær, 26. janúar. Fundað var í vallarhúsinu og var mæting með ágætum. Á dagskrá voru hefðbundin aðalfundarstörf.

Víglundur, fráfarandi formaður, setti fundinn og tilnefndi Aðalbjörn sem fundarstjóra. Skýrslu stjórnar kynnti Arnar Ingólfsson, fyrir hönd stjórnar, með myndarbrag.
Þá lagði gjaldkeri félagsins, Þorgrímur, fram reikninga ársins 2019, kynnti og fór yfir helstu tölur. Að því loknu tóku við lagabreytingar sem voru engar og ákvörðun árgjalds. 

Fyrirferðamesti dagskráliður fundarins var þó kosning nýrrar stjórnar en það lá fyrir að allir úr starfandi stjórn vildu hættu og myndu því ekki gefa kost á sér áfram nema vegna brýnnar þarfar. Aðeins einn gaf kost á sér í nýja stjórn en það var Bjartur. Var því ákveðið að mynda stjórn til bráðabirgða. Í henni sitja: Arnar Ingólfsson, Bjartur Aðalbjörnsson, Hrafnhildur Helgadóttir, Jón Ragnar Helgason og Víglundur Páll Einarsson. Þessi stjórn mun sitja fram að aukaaðalfundi sem haldinn verður fyrir 15. mars nk. Mun bráðabirgðastjórn fá það verkefni ofan á öll önnur verkefni, að finna fólk sem tilbúið er að gefa kost á sér í stjórn á aukaaðalfundi.


Í dag kom ný stjórn saman til fyrsta fundar og skipti þannig með sér verkum: Bjartur er formaður, Víglundur Páll er gjaldkeri, Arnar er ritari og Jón og Hrafnhildur meðstjórnendur. Ný stjórn þakkar fráfarandi stjórnarmönnum sína vinnu.

Það er miður að ekki séu fleiri tilbúnir til að gefa kost á sér í stjórn Einherja. Eins og við vitum öll, þá byggist rekstur og starf ungmennafélaga á sjálfboðavinnu. Því er mikilvægt að við reynum að hjálpast að og skipta verkum þannig að félagið geti lifað og dafnað. En það er nú samt þannig að ef ekki finnst fólk í stjórn, þá getur félagið einfaldlega ekki starfað! Það er því brýnt verkefni að finna fólk - sem tilbúið er til stjórnarsetu - fyrir aukaaðalfund í mars!



Skráning á aðalfund

21/1/2021

 
Picture
Kæru félagar.
​
Við minnum á aðalfund Einherja næstkomandi þriðjudag kl. 20 í Vallarhúsinu. Þar sem sóttvarnarreglur gilda og samkomutakmarkanir miðað við 20 manns þá ætlum við að skrá fundargesti á fundinn. Þið sem ætlið að mæta á fundinn þurfið því að skrá ykkur hjá Jóni Helgasyni í PM eða í síma 8991197. 

Óskum eftir fólki í stjórn. Vinsamlegast hafið samband við Víglund ef þið viljið gefa kost á ykkur.

Vinningstölur í jólahappdrætti

20/1/2021

0 Comments

 
Picture
Bjartur Aðalbjörnsson skrifar:

Kæru stuðningsmenn.
Ekki hafa allir vinningar í jólahappdrættinu gengið út. Því eru vinningstölurnar birtar hér á myndinni til hliðar. 

Ef þið eigið miða með vinningi eru þið beðin um að setja ykkur í samband við okkur í gegnum facebook eða hafa beint samband við einhvern úr stjórn Einherja. 



​
0 Comments

Aðalfundi frestað vegna covid-19

25/10/2020

 
Picture
Stjórn félagsins hefur ákveðið að fresta aðalfundi, sem á að halda í október ár hvert, um óákveðinn tíma. Ástæðurnar eru gildandi fjöldatakmarkanir vegna Covid-19. Einnig fannst stjórninni mikilvægt að Íslandsmót í knattpyrnu verði klárað eða aflýst áður en aðalfundur er haldinn. Stjórnin mun auglýsa fundinn eins og lög félagsins gera ráð fyrir þegar þar að kemur.

Auglýst eftir þjálfara í afleysingar

21/10/2020

 
Picture
Ungmennafélagið Einherji auglýsir eftir leiðbeinanda í knattspyrnu til afleysinga frá og með 2. nóvember og fram að jólum. Um er að ræða þjálfun barna frá 6-15 ára eftir hádegi 4 daga vikunnar frá kl. 13:30 til 17:30. Athugið að æfingatími er misjafn milli daga en æfingatöfluna má sjá hér fyrir neðan. Laun eru eftir samkomulagi og áhugasamir vinsamlegast beðnir um að hafa samband við Víglund í síma 858 1079 fyrir miðvikudaginn 28. október næstkomandi.
Picture

Yfirlýsing frá stjórn einherja

8/10/2020

 
Picture
Líkt og komið hefur fram í fréttum er erlendur leikmaður í liði okkar grunaður um aðild að líkamsárás sl. laugardagskvöld. Líkamsárás þar sem grunur leikur á að hnífur hafi verið notaður. Samkvæmt þeim upplýsingum sem félagið hefur náð að afla sér vegna málsins er atburðarásin enn óskýr en þó höfum við fengið þær upplýsingar að til átaka hafi komið milli þriggja manna sem hafi endað með hörmulegum hætti.
Við viljum koma því á framfæri að samkvæmt okkar upplýsingum er rannsókn málsins enn á frumstigi. Við teljum því óvarlegt að tjá okkur meira um þetta mál að svo stöddu. Hvað varðar umræddan leikmann þá höfum við rætt við hann og fengið hans frásögn af málinu og er hún ekki í samræmi við það sem fréttaflutningur af málinu gefur til kynna. Engu að síður hefur verið tekin ákvörðun um að leikmaðurinn geri hlé á æfingum og keppni á meðan rannsókn stendur yfir.

Við biðjum alla að sýna okkur skilning vegna þessa en við ítrekum að okkur þykir leitt að nafn félagsins hafi verið dregið inn í þetta mál.

Virðingarfyllst,
Stjórn Einherja.

70 ár frá vígslu sundlaugarinnar í selárgljúfrum

13/8/2020

 
Picture
Bjartur Aðalbjörnsson skrifar:

Í dag, 13. ágúst, eru liðin 70 ár frá vígslu sundlaugarinnar í Selárgljúfrum, í Selárdal en hún var vígð sumarið 1950. Í daglegu tali er hún oft nefnd Sundlaugin í Selárdal, Selárlaug eða Selárdalslaug. Bygging hennar var í höndum Einherja og komu allar deildirnar að byggingu hennar.  A-deildin hafði verið starfandi lengst og hafði sundlaugamálið, eins og það er kallað í fundargerðum félagsins, verið félagsmönnum ofarlega í huga á fjórða og fimmta áratugnum. 
Elstu fundargerðir sem varðveist hafa eru frá árinu 1936 en strax þá er farið að ræða um að koma upp sundlaug í þorpinu. Um tíma var áætlað að reisa laugina neðan við Garðsklett en fljótlega var horfið frá þeim hugmyndum. Á árunum 1936 og fram yfir 1940 var miklu fé safnað í sundlaugasjóð frá ýmsum félagasamtökum og hreppsnefnd. Fjöldi manns starfaði í sundlauganefndum en lítið gerðist í málinu annað en að peningar söfnuðust og dagsverkum var heitið. Á fundi 1942 segir Björn Jóhannsson skólastjóri frá því að hugur íþróttanefndar ríkisins beinist að heitu uppsprettunni í Selárdal og uppbyggingu laugar þar. Ekki voru allir félagsmenn samþykkir þesusm stað og nefndu menn nýjan stað í þorpinu fyrir laugina - við frystihús Kaupfélagsins. 
Að lokum hófst framkvæmd við nýja laug í Selárgljúfrum í Selárdal sumarið 1947. A-deild hafði forgöngu í málinu en allar deildir lögðu fé og mannauð í verkið. Einnig fengust styrkir í verkið frá Hreppsnefnd Vopnafjarðar, Íþróttanefnd ríkisins og fleirum. Unnið var að byggingu laugarinnar og sundlaugarskála næstu sumur og var sundlaugin vígð með pompi og prakt sunnudaginn 13. ágúst árið 1950. Við vígsluna voru fluttar ræður, ungir Einherjar stungu sér til sunds og sýnt var boðsund. Þrátt fyrir að rigndi þennan dag gerðu menn sér glaðan dag og dansað var í tjaldi fram eftir nóttu. Þessi framkvæmd er dæmi um dug, metnað og samstöðu Einherja en sundlaugin var eign félagsins þar til sveitarfélagið tók að sér rekstur hennar.

Á þessum tíma var Sundlaugin í Selárgljúfrum eina heita laug Austurlands og var strax talin einn fallegasti baðstaður landsins. Laugin er Vopnfirðingum kær og geta þeir verið stoltir af forfeðrum sínum er lögðu mikið á sig til að geta tryggt ungum sem öldnum öruggan og góðan baðstað.
Picture
Picture
Picture
<<Previous
Forward>>

    RSS Feed

Litla liðið með stóra appelsínugula hjartað!

Ábyrgðarmaður heimasíðu: 
Bjartur Aðalbjörnsson
​bjartur@einherji.net
Picture
Picture