Þá lagði gjaldkeri félagsins, Þorgrímur, fram reikninga ársins 2019, kynnti og fór yfir helstu tölur. Að því loknu tóku við lagabreytingar sem voru engar og ákvörðun árgjalds.
Fyrirferðamesti dagskráliður fundarins var þó kosning nýrrar stjórnar en það lá fyrir að allir úr starfandi stjórn vildu hættu og myndu því ekki gefa kost á sér áfram nema vegna brýnnar þarfar. Aðeins einn gaf kost á sér í nýja stjórn en það var Bjartur. Var því ákveðið að mynda stjórn til bráðabirgða. Í henni sitja: Arnar Ingólfsson, Bjartur Aðalbjörnsson, Hrafnhildur Helgadóttir, Jón Ragnar Helgason og Víglundur Páll Einarsson. Þessi stjórn mun sitja fram að aukaaðalfundi sem haldinn verður fyrir 15. mars nk. Mun bráðabirgðastjórn fá það verkefni ofan á öll önnur verkefni, að finna fólk sem tilbúið er að gefa kost á sér í stjórn á aukaaðalfundi. Í dag kom ný stjórn saman til fyrsta fundar og skipti þannig með sér verkum: Bjartur er formaður, Víglundur Páll er gjaldkeri, Arnar er ritari og Jón og Hrafnhildur meðstjórnendur. Ný stjórn þakkar fráfarandi stjórnarmönnum sína vinnu. Það er miður að ekki séu fleiri tilbúnir til að gefa kost á sér í stjórn Einherja. Eins og við vitum öll, þá byggist rekstur og starf ungmennafélaga á sjálfboðavinnu. Því er mikilvægt að við reynum að hjálpast að og skipta verkum þannig að félagið geti lifað og dafnað. En það er nú samt þannig að ef ekki finnst fólk í stjórn, þá getur félagið einfaldlega ekki starfað! Það er því brýnt verkefni að finna fólk - sem tilbúið er til stjórnarsetu - fyrir aukaaðalfund í mars!
Við viljum koma því á framfæri að samkvæmt okkar upplýsingum er rannsókn málsins enn á frumstigi. Við teljum því óvarlegt að tjá okkur meira um þetta mál að svo stöddu. Hvað varðar umræddan leikmann þá höfum við rætt við hann og fengið hans frásögn af málinu og er hún ekki í samræmi við það sem fréttaflutningur af málinu gefur til kynna. Engu að síður hefur verið tekin ákvörðun um að leikmaðurinn geri hlé á æfingum og keppni á meðan rannsókn stendur yfir.
Við biðjum alla að sýna okkur skilning vegna þessa en við ítrekum að okkur þykir leitt að nafn félagsins hafi verið dregið inn í þetta mál. Virðingarfyllst, Stjórn Einherja.
Elstu fundargerðir sem varðveist hafa eru frá árinu 1936 en strax þá er farið að ræða um að koma upp sundlaug í þorpinu. Um tíma var áætlað að reisa laugina neðan við Garðsklett en fljótlega var horfið frá þeim hugmyndum. Á árunum 1936 og fram yfir 1940 var miklu fé safnað í sundlaugasjóð frá ýmsum félagasamtökum og hreppsnefnd. Fjöldi manns starfaði í sundlauganefndum en lítið gerðist í málinu annað en að peningar söfnuðust og dagsverkum var heitið. Á fundi 1942 segir Björn Jóhannsson skólastjóri frá því að hugur íþróttanefndar ríkisins beinist að heitu uppsprettunni í Selárdal og uppbyggingu laugar þar. Ekki voru allir félagsmenn samþykkir þesusm stað og nefndu menn nýjan stað í þorpinu fyrir laugina - við frystihús Kaupfélagsins.
|