Viðbragðsáætlun |
Veturinn 2018-2019 var viðbragðsáætlun samþykkt í aðalstjórn félagsins en viðbragðsáætlun felur í sér nokkrar grunnreglur og verkferla sem vinna skal eftir við erfiðar aðstæður.
|
Það eru ýmis atvik sem geta komið upp í íþróttastarfi og það þarf að bregðast við þeim. Hér eru nokkrar grunnreglur og verkferlar sem Ungmennafélagið Einherji hefur til að tryggja rétt viðbrögð. Verkferlarnir eru einfaldir og eiga við í öllum tilfellum.
Viðbragðsáætlun nær til agabrota, ávana og vímuefnanotkunar, eineltis og kynferðisbrota. Ef atburður er alvarlegur skal starfsmaður/þjálfari ávallt vísa málinu til aðalstjórnar sem metur hvort það sé hægt að leysa það innan félags eða hvort þurfi að vísa því áfram til frekari úrvinnslu. Sé um viðbrögð við brotum starfsmanns/þjálfara að ræða fylgja þau sama ferli eftir að aðalstjórn fær upplýsingar um brotið, hvort sem það er frá iðkendum, foreldrum eða öðrum starfsmönnum/þjálfurum. Hér til hliðar má sjá verkferla fyrir agabrot, aðrir hlutar áætluninnar eru í vinnslu. PDF-skjal má finna sækja hér. |