Ungmennafélagið Einherji | Stofnað 1929

  • Heim
  • Fréttir
  • Um félagið
    • Lög, reglur og áætlanir >
      • Foreldrahandbók
      • Siðareglur
      • Viðbragðsáætlun
      • Kennslu- og æfingaskrá
    • Stjórn
    • Merki Einherja
    • Sagan
    • Aðstaða til æfinga
    • Facebook- síða Einherja
  • Innganga í félagið
  • Heim
  • Fréttir
  • Um félagið
    • Lög, reglur og áætlanir >
      • Foreldrahandbók
      • Siðareglur
      • Viðbragðsáætlun
      • Kennslu- og æfingaskrá
    • Stjórn
    • Merki Einherja
    • Sagan
    • Aðstaða til æfinga
    • Facebook- síða Einherja
  • Innganga í félagið

Jón Orri nýr þjálfari mfl. karla

13/7/2021

 
Picture
Jón Orri ásamt Bjarti, formanni
Nú rétt í þessu skrifaði Jón Orri Ólafsson undir samning við Einherja um að stýra liði meistaraflokks karla út tímabilið.

Jón Orri er Vopnfirðingum vel kunnur enda búsettur hér og fyrrum leikmaður og þjálfari félagsins. Jón lék síðast með Einherja sumarið 2014 en þjálfaði liðið sumarið 2018 með góðum árangri. 
Það sumar endaði liðið í 6. sæti deildarinnar, aðeins 4 stigum frá toppsætinu, ásamt því að fara í skemmtilegt bikarævintýri sem endaði í Vestmannaeyjum.

Með Jóni Orra koma tveir fyrrum leikmenn inn í þjálfarateymið og verða honum innan handar; þeir Símon Svavarsson og Ívar Örn Grétarsson. Stjórn Einherja er virkilega spennt fyrir ráðningunni sem og Jón Orri sjálfur. Hann hefur störf strax í dag og mun stýra liðinu gegn KFG í Garðabænum um næstu helgi.

​Áfram Einherji!

Comments are closed.

    RSS Feed

Litla liðið með stóra appelsínugula hjartað!

Ábyrgðarmaður heimasíðu: 
Bjartur Aðalbjörnsson
​bjartur@einherji.net
Picture
Picture