Hægt er að leggja inn pöntun með því að hafa samband við Bjart, Víglund, Hrafnhildi, Jón eða Arnar á messenger eða í síma. Pantanir á blómum og kökum skulu berast fyrir kl. 18 á miðvikudag.
Afhending á blómum og kökum er í Einherjaheimilinu milli 10 og 12 á sunnudag en á þeim tíma er blómasala einnig opin.
Einherjaheimilið verður opið gönguskíðafólki, sem og öðrum gestum og gangandi, frá kl. 9 til 14. Þar getur fólk nýtt sér búningsklefa, salernisaðstöðu og þegið heitt kaffi og kruðerí eftir erfiða göngu. Vonandi verða aðstæður góðar til skíðagöngu.
Klukkan 11 hefst svo getraunastarfið - venju samkvæmt - og hvetjum við fólk til þess að líta við og kynna sér starfið. Við þurfum nauðsynlega að fjölga í hópnum. Vonumst til að sjá sem flesta!
Þeir sem eru utan Vopnfjarðar geta líka keypt og reynum við þá að koma fisknum til ykkar eins fljótt og auðið er. Hægt er að hafa samband í gegnum síma eða facebook.
Bjartur - 843 9759 Arnar - 848 3573 Jón Ragnar - 899 1197 Hrafnhildur - 690 2543 Villi - 858 1079
Þá lagði gjaldkeri félagsins, Þorgrímur, fram reikninga ársins 2019, kynnti og fór yfir helstu tölur. Að því loknu tóku við lagabreytingar sem voru engar og ákvörðun árgjalds.
Fyrirferðamesti dagskráliður fundarins var þó kosning nýrrar stjórnar en það lá fyrir að allir úr starfandi stjórn vildu hættu og myndu því ekki gefa kost á sér áfram nema vegna brýnnar þarfar. Aðeins einn gaf kost á sér í nýja stjórn en það var Bjartur. Var því ákveðið að mynda stjórn til bráðabirgða. Í henni sitja: Arnar Ingólfsson, Bjartur Aðalbjörnsson, Hrafnhildur Helgadóttir, Jón Ragnar Helgason og Víglundur Páll Einarsson. Þessi stjórn mun sitja fram að aukaaðalfundi sem haldinn verður fyrir 15. mars nk. Mun bráðabirgðastjórn fá það verkefni ofan á öll önnur verkefni, að finna fólk sem tilbúið er að gefa kost á sér í stjórn á aukaaðalfundi. Í dag kom ný stjórn saman til fyrsta fundar og skipti þannig með sér verkum: Bjartur er formaður, Víglundur Páll er gjaldkeri, Arnar er ritari og Jón og Hrafnhildur meðstjórnendur. Ný stjórn þakkar fráfarandi stjórnarmönnum sína vinnu. Það er miður að ekki séu fleiri tilbúnir til að gefa kost á sér í stjórn Einherja. Eins og við vitum öll, þá byggist rekstur og starf ungmennafélaga á sjálfboðavinnu. Því er mikilvægt að við reynum að hjálpast að og skipta verkum þannig að félagið geti lifað og dafnað. En það er nú samt þannig að ef ekki finnst fólk í stjórn, þá getur félagið einfaldlega ekki starfað! Það er því brýnt verkefni að finna fólk - sem tilbúið er til stjórnarsetu - fyrir aukaaðalfund í mars!
|