Það er að vissu leyti nokkuð undarlegur siður að verðlauna einn leikmann umfram annan fyrir árangur, í hópíþrótt - liðið er jú ein heild. En auðvitað getur það reynst hvatning að vera verðlaunaður fyrir góðan árangur. Eins getur það verið hvatning fyrir þá sem ekki hreppa verðlaunin til að bæta sig og gera betur. En þegar öllu er á botninn hvolft eru það ekki einstaklingsverðlaunin sem skipta mestu máli heldur bragur liðsins inni á vellinum. Drengirnir í meistaraflokki Einherja fengu engin verðlaun sem lið í sumar. En það er kannski komið að því; að vinna til verðlauna í 3. deild. Sjáum til á næsta ári.
Tímabilinu lauk um síðustu helgi þegar Einherji tók á móti KF á föstudagskvöld. Leikurinn var virkilega fjörugur - færi, spjöld, hasar, tæklingar og flott spilamennska. Það fór svo að KF bar sigur úr býtum 2-1. Þeir voru, fyrir leikinn, búnir að tryggja sér sæti í 2. deild að ári. Einherjaliðið endaði hinsvegar í 7. sæti deildarinnar með 24 stig sem er versta stiganýting Einherja í 3. deild frá árinu 2003. Það er eins og það er. Það er ekki úr vegi að fara aðeins yfir tölfræði sumarsins og bera saman fyrri og seinni umferðina. Fyrri umferð:
Úr þessari tölfræði má lesa skýran mun á fyrri og seinni umferð. Markaskorunin er ekki svo mikið lakari í seinni umferðinni en mörk sem liðið fær á sig í seinni umferð eru svo miklu fleiri en í fyrri umferðinni. En það sem er mest klárlega mest sláandi við gengi liðsins í sumar er árangurinn á heimavelli. Liðið vann aðeins tvo leiki á heimavelli en heimavöllur Einherja hefur verið þekktur sem vígi í áraraðir.
Þrátt fyrir það að tölfræðin séu ekki sú besta þá er það alveg á hreinu að leikmenn og stuðningsmenn nutu sumarsins. Það er ekkert sumar á Vopnafirði án fótbolta. Nú þegar líður á haustið tekur við undirbúningsvinna fyrir næsta ár og ekki annað í stöðunni en að horfa með bjartsýni til knattspyrnusumarsins 2020.
Þetta er frábær árangur hjá stelpunum en þessar sömu stelpur leika einnig með 3. flokki félagsins sem berst um sæti í úrslitakeppni B deildar. Það er ágætt að enda fréttina á tilvitnun í umfjöllun fotbolta.is um Íslandsmeistarana og Einherja:
„Það er ótrúlegt að bæjarfélag sem er með 85 krakka í grunnskólanum skuli halda úti 3 og 4.flokk kvenna. Stórt hrós á Vopnafjörð.“ Bjartur Aðalbjörnsson skrifar:
3. flokkur kvenna er svo sannarlega á sigurbraut. Þær hafa nú unnið þrjá leiki í röð og berjast um sæti í A-deild að ári. Stúlkurnar léku tvo leiki fyrir sunnan um síðastaliðna helgi. Fyrri leikurinn var gegn Þrótti í Reykjavík. Þær gerðu sér lítið fyrir og sigruðu Reykjavíkurstúlkur 3-1. Seinni leikurinn var leikinn á Iðavöllum í Reykjanesbæ. Þar mætti Einherji sameiginlegu liði Sandgerðis, Keflavíkur og Garðs. Vopnfirðingarnir komu sáu og sigruðu Reykjanesið með þremur mörkum gegn einu. Magnaður sigur Einherja gegn RKV (Reynir, Keflavík og Víðir). Nú færist enn meiri spenna í toppbaráttuna en Einherji er í þriðja sæti með 22 stig. Í öðru sæti er Grindavík með jafnmörg stig en á toppnum er Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir með 24 stig. Aðeins tveir leikir eru eftir og verða þeir báðir spilaðir á Vopnafjarðarvelli. Næsti leikur er á sunnudaginn kl. 13. Þá mætir RKV til Vopnafjarðar. Síðast leikurinn er svo gegn Þrótti. Úrslitakeppnin fer þannig fram að tvö efstu lið B2-deildar spila gegn tveimur efstu liðum B1-deildar. Leiknir eru tveir undanúrslitaleikir og sigurvegarar úr þeim eru komnir í A-deild að ári. Síðan er leikinn úrslitaleikur B-deildar þar sem ræðst hvort liðið leikur gegn sigurvegurum A-deildar og hvort gegn liðinu í öðru sæti A-deildar. Að því loknu er hinn eiginilegi úrslitaleikur 3. flokks kvenna. Einherji þarf að treysta á að efstu tvö liðin misstígi sig í síðustu leikjunum til að eiga möguleika á sæti í úrslitum. Einherjastúlkur þurfa á miklum stuðningi að halda á síðustu metrunum. Sjáumst á Vopnafjarðarvelli á sunnudag.
Næsti leikur liðsins er hér heima á laugardag. Þá koma Vængir Júpíters í heimsókn. Þeir sitja í fjórða sæti deildarinnar með 28 stig. Fyrri leik liðanna lauk með 3-0 útigri Einherja. Mætum á völlinn á laugardag og styðjum við bakið á drengjunum okkar. Leikurinn hefst kl. 14.
Byrjunarlið Einherja tók breytingum frá síðasta leik en áfram var spilað 3-5-2. Villi, Ruben og Jivko byrjuðu aftast með Heiðar og Árna í stöðu vængbakvarða. Bjartur og Kolev djúpir á miðju með Donna fyrir framan og Heiðar Snær og Todor fremstir. Akim, þjálfari, var meiddur og stýrði liðinu af bekknum. Einherjamenn byrjuðu af miklum krafti og pressuðu stíft á gestina. Á elleftu mínútu fór Bjartur meiddur af velli og inn kom Björn Andri. Heiðar Snær færðist þá aftur á miðjuna.
Gestirnir héldu boltanum betur það sem eftir lifði seinni hálfleiks. Liðin fengu sitthvort dauðafærið og Einherjamenn áttu tvö hörkuskot að marki sem markvörður Hattar/Hugins varði glæsilega. Ekkert mark leit dagsins ljós í fyrri hálfleik. Seinni hálfleikur spilaðist á svipaðan hátt en lítið var um færi. Meira var um spjöld og hiti kominn í leikmenn og stuðningsmenn. Á 75. mínútu fékk Kolev sitt annað gula spjald og var rekinn af velli; Einherjamenn einum færri. Leiknum lauk með markalausu jafntefli sem má teljast nokkuð sanngjarnt. Eftir leikinn er Einherji með 23 stig og lyftir sér upp í fimmta sætið. Höttur/Huginn er enn í tíunda sæti. Þessi leikur var áttundi taplausi leikur Einherja í röð en síðasta tap liðsins var gegn Reyni heima 15. júní. Nú fá leikmenn 10 daga frí en næsti leikur liðsins er gegn toppliði Kórdrengja, í Reykjavík, 10. ágúst.
Fyrri leik liðanna lauk með 3-0 sigri Hattar/Hugins á Fellavelli. Einherji lék skemmtilegan og beittan fótbolta en það fór svo að heimamenn fóru með sigur úr býtum.
Stuðningsmenn, leikmenn, þjálfarar og stjórnarmenn get sammælst um það að það er ekkert sem jafnast á við góðan grannaslag í knattspyrnunni. Stemningin verður aldrei meiri og spennan ekki magnaðri. Þetta er leikur sem hvorugt liðið vill tapa. Veðurspáin er ekki upp á marga fiska en vonandi verður mætingin góð þegar flautað verður til leiks kl. 18 á morgun. Stúlkurnar hafa látið til sín taka og sýnt hvað býr í vopnfirskum knattspyrnustúlkum. Hópinn mynda alls fimmtán stúlkur sem fæddar eru frá 2003-2006; semsagt bæði úr 3. og 4. flokki. Aðeins tvær stúlkur eru á eldra ári 3. flokks; þær Áslaug Dóra Jörgensdóttir og Marta Elísdóttir. Meginþorri liðsins er á yngra ári 3. flokks: Embla Sif Ingadóttir, Eva Lind Magnúsdóttir, Íris Hrönn Hlynsdóttir, Kamilla Huld Jónsdóttir, Sara Líf Magnúsdóttir, Tinna Líf Kristinsdóttir og Þorgerður Mist Jóhannsdóttir. Sjö stúlkur spila svo uppfyrir sig úr 4. flokki: Amanda Lind Elmarsdóttir, Aníta Ýr Magnadóttir, Avonleigh Ann Crumpton og Karólína Dröfn Jónsdóttir á eldra ári, og Elísabet Oktavía Þorgrímsdóttir, Helena Rán Einarsdóttir og Ísabella Eir Thorbergsdóttir af yngra ári 4. flokks. Síðasti leikur Einherja var í gær, sunnudag, gegn toppliði riðilsins; Grindavík. Grindavíkurstúlkur mættu sterkar til leiks og komust í 0-3. Útlitið dökkt fyrir vopnfirsku stúlkurnar eftir 25 mínútna leik. En þá var ekkert annað að gera en að bretta upp ermar og mæta vaskar til leiks. Það gerðu þær og hófu magnaða endurkomu. Mörkin röðuðust inn eitt af öðru og þegar yfir lauk hafði Einherji skorað fimm mörk. Lokatölur því 5-3. Næstu leikir Einherja eru 10. og 11. ágúst fyrir sunnan. Þá leika stúlkurnar gegn Þrótti R. og RKV sem er sameiginlegt lið Reynis, Keflavíkur og Víðis.
Það er stúlkunum mikilvægt að fá stuðning Einherjafólks hér heimafyrir og hefur aðsóknin á heimaleiki verið virkilega góð. Það er líka ómetanlegt fyrir Vopnfirðinga í heild að koma saman undir merki Einherja, á Vopnafjarðarvelli, viku eftir viku, til að spjalla, styrkja strengi og horfa á ungt fólk leika íþróttina sína.
Heiðar kom sér með klókindum í góða skotstöðu og afgreiddi boltann laglega í mark KV. Fyrsta mark Heiðars Snæs í meistaraflokki og staðan orðin 0-1. Eftir þetta má segja að KV-menn hafi tekið yfir leikinn og sóttu stíft á Einherjaliðið. Það endaði með því að þeir jöfnuðu metin á 41. mínútu leiksins. 1-1 í hálfleik.
Í seinni hálfleik hafði stytt upp og sólin tekin að skína. Hálfleikurinn var rétt hafinn þegar Akim fór meiddur út af eftir samstuð sem hann hafði lent í í fyrri hálfleik. Í hans stað kom landi hans, Jared, sem lék fremstur með Todor og Heiðar Snær færði sig inn á miðjuna. Einherjamenn mættu sprækari til leiks í seinni hálfleik, en í lok þess fyrri, en þó héldu KV boltanum betur. Þegar líða tók á seinni hálfleikinn komst Einherji meira inn í leikinn og áttu nokkrar góðar sóknir. Á 65. mínútu fór Bjartur meiddur af velli og inn á kom Björn Andri. KV sóttu stíft en leikurinn opnaðist fyrir vikið fyrir Einherjamenn sem áttu snarpar skyndisóknir. Á 79. mínútu átti Heiðar Aðalbjörns. góðan sprett upp völlinn, lék skemmtilega framhjá varnarmanni KV og spyrnti boltanum inn í vítateig þar sem Todor stóð einn og óvaldaður á fjærstönginni. Todor gaf sér góðan tíma til að stilla upp í skot og afgreiddi boltann svo glæsilega upp í fjærhornið. Á 88. mínútu fékk markvörður KV að líta rauða spjaldið eftir að hafa handleikið boltann utan vítateigs. Einherji fékk aukaspyrnu og útileikmaður KV skellti sér milli stanganna síðustu mínúturnar. Aukaspyrnuna tók Donni en markvörður KV varði naumlega. Dómarinn gerði sér lítið fyrir og bætti tíu eða ellefu mínútum við leikinn sem gerði lokamínúturnar enn meira spennandi. Benedikt Blær fékk að spreyta sig síðustu mínúturnar en hann kom inn fyrir Donna. Það fór svo að Einherji náði í gríðarleg sterk þrjú stig og fjórði útisigur sumarsins staðreynd. Einherji situr enn í 6. sæti deildarinnar með 22 stig en næsti leikur liðsins er gegn Hetti/Hugin, á Vopnafjarðarvelli, kl. 18 á miðvikudag. |