Ungmennafélagið Einherji | Stofnað 1929

  • Heim
  • Fréttir
  • Um félagið
    • Lög, reglur og áætlanir >
      • Foreldrahandbók
      • Siðareglur
      • Viðbragðsáætlun
      • Kennslu- og æfingaskrá
    • Stjórn
    • Merki Einherja
    • Sagan
    • Aðstaða til æfinga
    • Facebook- síða Einherja
  • Innganga í félagið
  • Heim
  • Fréttir
  • Um félagið
    • Lög, reglur og áætlanir >
      • Foreldrahandbók
      • Siðareglur
      • Viðbragðsáætlun
      • Kennslu- og æfingaskrá
    • Stjórn
    • Merki Einherja
    • Sagan
    • Aðstaða til æfinga
    • Facebook- síða Einherja
  • Innganga í félagið

BLÓM OG KÖKUR FYRIR KONUDAGINN

15/2/2021

 
Picture
Bjartur Aðalbjörnsson skrifar:

Konudagurinn er nk. sunnudag og eins og vanalega býður félagið Vopnfirðingum blóm og kökur til sölu. Það er upplagt fyrir fólk að gleðja konurnar í lífi sínu með köku og blómum frá Einherja. 

Líkt og í fyrra kostar kakan 4500 og hægt er að velja á milli súkkulaði og marsípan. Blóm og kaka kosta saman 6500 en einnig er hægt að kaupa staka blómvendi. Lítill vöndur kostar 2500 en stór 4000.
Hægt er að leggja inn pöntun með því að hafa samband við Bjart, Víglund, Hrafnhildi, Jón eða Arnar á messenger eða í síma. Pantanir á blómum og kökum skulu berast fyrir kl. 18 á miðvikudag.  

Afhending á blómum og kökum er í Einherjaheimilinu milli 10 og 12 á sunnudag en á þeim tíma er blómasala einnig opin. 

Skíðaganga, getraunastarf, kaffi og kruðerí

12/2/2021

 
Picture
Bjartur Aðalbjörnsson skrifar:

Á morgun, laugardag, ætlum við að hafa líflegt hjá okkur á íþróttasvæðinu. Gönguskíðafæri á svæðinu er með ágætum þessa dagana og vonandi verður það þannig á morgun. Þess vegna viljum við bjóða gönguskíðafólki að nýta sér vellina til göngu. Á neðri vellinum verður troðin braut allan stóra hringinn en einnig getur fólk nýtt sér efri völlinn. 



Einherjaheimilið verður opið gönguskíðafólki, sem og öðrum gestum og gangandi, frá kl. 9 til 14. Þar getur fólk nýtt sér búningsklefa, salernisaðstöðu og þegið heitt kaffi og kruðerí eftir erfiða göngu. Vonandi verða aðstæður góðar til skíðagöngu.

Klukkan 11 hefst svo getraunastarfið - venju samkvæmt - og hvetjum við fólk til þess að líta við og kynna sér starfið. Við þurfum nauðsynlega að fjölga í hópnum. 

Vonumst til að sjá sem flesta!

Harðfiskur til sölu

8/2/2021

 
Picture
Einn af hornsteinum Ungmennafélagsins er stuðningur Vopnfirðinga nær og fjær. Við treystum á félaga okkar þegar kemur að fjáröflunum. Í gegnum tíðina höfum við tekið upp á ýmsu, félaginu til tekna. Sumar fjáraflanir haldast alltaf inni en aðrar breytast milli ára, eða leggjast af. 

Framundan hjá okkur í febrúar er sala á harðfiski frá Eyjabita. Til sölu eru bæði bitar í 70 gr. pokum og flök í 200 gr. pokum. Bitarnir kosta 1200 kr. en flökin 2500 kr.

Gengið verður í hús í vikunni en einnig er hægt að panta með því að hafa samband við einhvern úr stjórninni og verður harðfisknum þá keyrt heim. 
Þeir sem eru utan Vopnfjarðar geta líka keypt og reynum við þá að koma fisknum til ykkar eins fljótt og auðið er. Hægt er að hafa samband í gegnum síma eða facebook.

Bjartur - 843 9759
Arnar - 848 3573
Jón Ragnar - 899 1197
Hrafnhildur - 690 2543
Villi - 858 1079

Einherjasokkar og treflar til sölu í gunnubúð

5/2/2021

 
Picture
Bjartur Aðalbjörnsson skrifar:

Nú er hægt að kaupa Einherjavarning hjá Gunnu í Gunnubúð - eða Anný eins verslunin kallast einnig. 

​Til að byrja með verða til sölu sokkar og treflar. Nóg er af sokkum í barnastærðum - stærðum 30-32 og 33-35.

Varningurinn er á sama verði og áður: 3000 krónur fyrir þriggja para pakka af sokkum og 3000 krónur fyrir Einherjatrefil.

Vonandi getum við bætt við fjölbreyttari varningi á næstunni. En þangað til getið þið gert ykkur ferð til Gunnu og kíkt á það sem til er. Hjá Gunnu er opið alla virka daga kl. 13-16.

nÝIR FÉLAGsmenn VELKOMNIR

2/2/2021

 
Picture
Bjartur Aðalbjörnsson skrifar:

Nú eiga félagsmenn að hafa fengið senda greiðsluseðla í heimabanka vegna árgjalds félagsins. Árgjaldið er 3000 krónur. 

Okkur langar að fjölga í félaginu en allir eru velkomnir. Félagsmenn hafa atkvæðis- og tillögurétt á aðalfundi. Þeir sem vilja ganga í félagið sendi póst á viglundur@einherji.net með upplýsingum um nafn, kennitölu, heimilisfang, netfang og símanúmer. 

Getraunahópurinn fer af stað að nýju

30/1/2021

 
Picture
Bjartur Aðalbjörnsson skrifar:

Getraunarstarf Einherja fer af stað að nýju á morgun, laugardag, eftir allgott hlé. Getraunahópurinn hefur ekki verið virkur síðan árið 2018 en þá hittist hópurinn reglulega á Ollasjoppu. 

Nú er hinsvegar komið að því að rífa hópinn í gang að nýju - og nú í Einherjaheimilinu í vallarhúsinu. 

Opið hús, fyrir áhugasama, á morgun kl. 11. Sjáumst kát!






​

Aðalfundur: Ný stjórn kosin til bráðabirgða

27/1/2021

 
Picture
Bjartur Aðalbjörnsson skrifar:

​Aðalfundur Ungmennafélagsins Einherja var haldinn í gær, 26. janúar. Fundað var í vallarhúsinu og var mæting með ágætum. Á dagskrá voru hefðbundin aðalfundarstörf.

Víglundur, fráfarandi formaður, setti fundinn og tilnefndi Aðalbjörn sem fundarstjóra. Skýrslu stjórnar kynnti Arnar Ingólfsson, fyrir hönd stjórnar, með myndarbrag.
Þá lagði gjaldkeri félagsins, Þorgrímur, fram reikninga ársins 2019, kynnti og fór yfir helstu tölur. Að því loknu tóku við lagabreytingar sem voru engar og ákvörðun árgjalds. 

Fyrirferðamesti dagskráliður fundarins var þó kosning nýrrar stjórnar en það lá fyrir að allir úr starfandi stjórn vildu hættu og myndu því ekki gefa kost á sér áfram nema vegna brýnnar þarfar. Aðeins einn gaf kost á sér í nýja stjórn en það var Bjartur. Var því ákveðið að mynda stjórn til bráðabirgða. Í henni sitja: Arnar Ingólfsson, Bjartur Aðalbjörnsson, Hrafnhildur Helgadóttir, Jón Ragnar Helgason og Víglundur Páll Einarsson. Þessi stjórn mun sitja fram að aukaaðalfundi sem haldinn verður fyrir 15. mars nk. Mun bráðabirgðastjórn fá það verkefni ofan á öll önnur verkefni, að finna fólk sem tilbúið er að gefa kost á sér í stjórn á aukaaðalfundi.


Í dag kom ný stjórn saman til fyrsta fundar og skipti þannig með sér verkum: Bjartur er formaður, Víglundur Páll er gjaldkeri, Arnar er ritari og Jón og Hrafnhildur meðstjórnendur. Ný stjórn þakkar fráfarandi stjórnarmönnum sína vinnu.

Það er miður að ekki séu fleiri tilbúnir til að gefa kost á sér í stjórn Einherja. Eins og við vitum öll, þá byggist rekstur og starf ungmennafélaga á sjálfboðavinnu. Því er mikilvægt að við reynum að hjálpast að og skipta verkum þannig að félagið geti lifað og dafnað. En það er nú samt þannig að ef ekki finnst fólk í stjórn, þá getur félagið einfaldlega ekki starfað! Það er því brýnt verkefni að finna fólk - sem tilbúið er til stjórnarsetu - fyrir aukaaðalfund í mars!



Skráning á aðalfund

21/1/2021

 
Picture
Kæru félagar.
​
Við minnum á aðalfund Einherja næstkomandi þriðjudag kl. 20 í Vallarhúsinu. Þar sem sóttvarnarreglur gilda og samkomutakmarkanir miðað við 20 manns þá ætlum við að skrá fundargesti á fundinn. Þið sem ætlið að mæta á fundinn þurfið því að skrá ykkur hjá Jóni Helgasyni í PM eða í síma 8991197. 

Óskum eftir fólki í stjórn. Vinsamlegast hafið samband við Víglund ef þið viljið gefa kost á ykkur.

Vinningstölur í jólahappdrætti

20/1/2021

0 Comments

 
Picture
Bjartur Aðalbjörnsson skrifar:

Kæru stuðningsmenn.
Ekki hafa allir vinningar í jólahappdrættinu gengið út. Því eru vinningstölurnar birtar hér á myndinni til hliðar. 

Ef þið eigið miða með vinningi eru þið beðin um að setja ykkur í samband við okkur í gegnum facebook eða hafa beint samband við einhvern úr stjórn Einherja. 



​
0 Comments

Aðalfundi frestað vegna covid-19

25/10/2020

 
Picture
Stjórn félagsins hefur ákveðið að fresta aðalfundi, sem á að halda í október ár hvert, um óákveðinn tíma. Ástæðurnar eru gildandi fjöldatakmarkanir vegna Covid-19. Einnig fannst stjórninni mikilvægt að Íslandsmót í knattpyrnu verði klárað eða aflýst áður en aðalfundur er haldinn. Stjórnin mun auglýsa fundinn eins og lög félagsins gera ráð fyrir þegar þar að kemur.
<<Previous

    RSS Feed

Litla liðið með stóra appelsínugula hjartað!

Ábyrgðarmaður heimasíðu: 
Bjartur Aðalbjörnsson
​bjartur@einherji.net