Ungmennafélagið Einherji | Stofnað 1929

  • Heim
  • Fréttir
  • Um félagið
    • Lög, reglur og áætlanir >
      • Foreldrahandbók
      • Siðareglur
      • Viðbragðsáætlun
      • Kennslu- og æfingaskrá
    • Stjórn
    • Merki Einherja
    • Sagan
    • Aðstaða til æfinga
    • Facebook- síða Einherja
  • Innganga í félagið
  • Heim
  • Fréttir
  • Um félagið
    • Lög, reglur og áætlanir >
      • Foreldrahandbók
      • Siðareglur
      • Viðbragðsáætlun
      • Kennslu- og æfingaskrá
    • Stjórn
    • Merki Einherja
    • Sagan
    • Aðstaða til æfinga
    • Facebook- síða Einherja
  • Innganga í félagið

Fundargerð félagafundar 13. desember

15/12/2021

 
Picture
Stjórn Einherja boðaði til opins fundar í vallarhúsi mánudagskvöldið 13. desember. Tilgangur fundarins var að upplýsa félaga um erfiða stöðu félagsins er kemur að því að manna trúnaðarstöður innan félagsins. Mæting var afspyrnu léleg en nokkrir höfðu boðað forföll. Ljóst er að gera þarf aðra tilraun til að virkja félagana og vekja þá til umhugsunar um verkefnið sem framundan er.  Hér að neðan er fundagerð fundarins: 
Félagafundur Ungmennafélagsins Einherja haldinn í vallarhúsi
Mánudaginn 13.12. 2021 kl. 19:30

Mættir: Bjartur Aðalbjörnsson, Arnar Ingólfsson, Hrafnhildur Helgadóttir, Magnús Róbertsson, Aðalbjörn Björnsson, Ragnar Antonsson og Einar Björn Kristbergsson.

​Dagskrá: 

1. Daglegur rekstur félagsins
Bjartur fer yfir starfsemi félagsins, fjármál, mönnun í trúnaðarstöður og virkni félaga. Erfitt hefur verið að manna stjórn félagsins. Bæði hefur stjórnin verið mönnuð á einstaklingum sem ekki hafa verið mjög viljugir í það og erfiðlega hefur gengið að fá fólk í störf í kringum félagið. Hægt var að ráða Bjart í starf framkvæmdastjóra í 6 mánuði en af mörgu var að taka auk þess sem veikindi hans hjálpuðu ekki til.

Reynt var að virkja fólk til sjálfboðavinnu í gegnum facebook-hópinn
„Einherjar | liðsfólk.“ Gengið hefur ágætlega að manna verkefni á leikdegi en erfiðara í önnur verkefni eins og þrif á íbúðum o.þ.h. Erfitt hefur verið að manna yngriflokkaráð og virkja tengiliði yngri flokka.

Félagið stendur þrátt fyrir allt nokkuð vel fjárhagslega. Hallarekstur síðasta árs var um 1,5 milljónir. Útlit er fyrir að núverandi ár komi betur út. Mörg óvænt útgjöld komu upp eins og laun fleirri þjálfara en áætlað var. Traust innkoma hefur verið bæði vegna styrkja og fjáraflana. Bjartur telur upp helstu styrktaraðila og fer yfir stærstu fjáraflanir. 


Mælendaskrá opnuð. Aðalbjörn spyr út í aðalfund. Aðalfundur átti að vera haldinn í nóvember en var frestað vegna Covid. Verður haldinn í janúar. Farið yfir leikmannamál í meistaraflokkum. Kvennaliðið er í ágætis málum en staðan er erfiðari hjá karlaliðinu. Aðalbjörn stingur upp á að fá einhverja í hlutastörf hjá félaginu. Umræða skapaðist um hvernig umhirðu á æfingagöllum væri háttað. Rætt var um vanda varðandi mönnun stjórnar og varðandi öll verkefni. Einar Björn minnir á Almannaheillaskrá Skattsins sem þýðir í grófum dráttum að styrktaraðilar geta fengið endurgreitt frá skattinum. 


2. Kynning á nýjum búningum frá Errea
Bjartur sýnir fundarmönnum tillögur að nýjum búningatillögum frá Errea og fær skoðun fundarmanna á þeim.

Fleira gert og fundi slitið kl. 20:28
Arnar Ingólfsson, fundarritari.

Comments are closed.

    RSS Feed

Litla liðið með stóra appelsínugula hjartað!

Ábyrgðarmaður heimasíðu: 
Bjartur Aðalbjörnsson
​bjartur@einherji.net
Picture
Picture