Ungmennafélagið Einherji | Stofnað 1929

  • Heim
  • Fréttir
  • Um félagið
    • Lög, reglur og áætlanir >
      • Foreldrahandbók
      • Siðareglur
      • Viðbragðsáætlun
      • Kennslu- og æfingaskrá
    • Stjórn
    • Merki Einherja
    • Sagan
    • Aðstaða til æfinga
    • Facebook- síða Einherja
  • Innganga í félagið
  • Heim
  • Fréttir
  • Um félagið
    • Lög, reglur og áætlanir >
      • Foreldrahandbók
      • Siðareglur
      • Viðbragðsáætlun
      • Kennslu- og æfingaskrá
    • Stjórn
    • Merki Einherja
    • Sagan
    • Aðstaða til æfinga
    • Facebook- síða Einherja
  • Innganga í félagið

Fundargerð aðalfundar

10/3/2022

 
PictureFámennt en góðmennt
Aðalfundur var haldinn í vallarhúsi í gærkvöldi. Mæting var ekki merkileg en fundurinn var góður. Fundargerð:

Aðalfundur Ungmennafélagsins Einherja haldinn í vallarhúsi
Miðvikudaginn 9.3. 2022 kl. 19:30

Mættir: Bjartur Aðalbjörnsson, Aðalbjörn Björnsson, Hrafnhildur Helgadóttir, Arnar Ingólfsson, Svava Birna Stefánsdóttir, Linda Björk Stefánsdóttir, Ragnar Antonsson og Einar Björn Kristbergsson. 

Dagskrá: 

1. Formaður setur fundinn
Bjartur, formaður Einherja, setur fundinn og býður fundargesti velkomna.

2. Kosning fundarstjóra og fundarritara
Bjartur leggur til að Aðalbjörn taki að sér fundarstjórn og Arnar störf fundarritara. Það er samþykkt samhljóða.

3. Skýrsla stjórnar
Formaður fer yfir skýrslu stjórnar um starfsemi félagsins frá síðasta aðalfundi. M.a. fór hann yfir ráðningar þjálfara fyrir sumarið og gengi beggja meistaraflokka, þau mót sem yngri flokkar fóru á og gengi þeirra. Þá ræddi hann þá fækkun sem orðið hefur í yngri flokkum sem rekja megi meðal annars til rótleysis í þjálfaramálum og fólksfækkun í samfélaginu.

4. Reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar
Bjartur fer yfir reikninga fyrir árin 2020 og 2021 en þeir höfðu ekki verið tilbúnir til samþykktar á síðasta fundi. Hvoru tveggja tekjur og útgjöld jukust talsvert milli áranna 2020 og 2021. Árið 2020 var tap upp á u.þ.b. 1,5 milljónir. Árið 2021 var hinsvegar rekstrarafgangur upp á u.þ.b. 400 þúsund krónur. Reikningar fyrir árið 2020 voru samþykktir samhljóða. Reikningar fyrir árið 2021 voru einnig samþykktir samhljóða.

5. Lagabreytingar
Formaður leggur fram nokkrar breytingar á lögum Einherja. 

Tillaga um að breytingu á 1.gr. Þar sem U.M.F. Einherji er breytt í Umf. Einherji vegna málfræðireglna er samþykkt samhljóða.

Tillaga um breytingu á 3.gr laganna sem snýr að litum félagins og merki er samþykkt með öllum greiddum atkvæðum en einn situr hjá. 

Tillaga um breytingu á 5.gr sem snýr að því að undanskilja heiðursfélaga frá greiðslu árgjalds er samþykkt samhljóða.

Tillaga um breytingu á 7.gr. Þess efnis að aðalfundur sé löglegur sé löglega til hans boðað er samþykkt samhljóða.

Tillaga um að bæta greinum 22 og 23 inn í lögin samþykkt samhljóða. Greinarnar snúa að veitingu heiðursmerkja félagsins.

6. Kosning stjórnar
Arnar Ingólfsson hyggst hætta í stjórn. Bjartur Aðalbjörnsson, Hrafnhildur Helgadóttir og Dagný Steindórsdóttir gefa áfram kost á sér og þá gefur Víglundur Páll Einarsson kost á sér en hann var áður varamaður. Enginn fundargestur gaf kost á sér í stjórn. Rætt var um mögulegar lausnir á því að einn aðila vanti til að mynda fullgilda stjórn. Formaður gerir það að tillögu sinni að þessir fjórir aðilar verði kosnir og skipað að finna fimmta aðila í stjórn. Þá verði boðað til aukaaðalfundar eigi síðar en 1. maí. Fundarstjóri ber þessa tillögu undir fundinn til samþykktar. Tillagan er samþykkt samhljóða.

Aðalbjörn Björnsson gefur kost á sér áfram sem varamaður. Enginn annar fundargestur gefur kost á sér í það starf. 

Fundarstjóri les upp nýja stjórn og leitar samþykkis fundarins vegna kosningar stjórnar. Kosningin er samþykkt samhljóða.

7. Önnur mál.
Formaður segir frá nýskipuðu meistaraflokksráði kvenna. Það skipa Linda Björk Stefánsdóttir, Matthildur Ósk Óskarsdóttir og Berglind Steindórsdóttir. Ákveðið var að fara ekki í myndun sambærilegs ráðs fyrir meistaraflokk karla en það verði skoðað síðar hvort þörf sé á því.

Þá segir hann frá því að yngriflokkaráð hafi verið endurvakið. Það skipa Sandra Konráðsdóttir, Víglundur Páll Einarsson, Bylgja Dögg Sigurbjörnsdóttir og Berglind Ósk Wiium. Svava Birna leggur fram fyrirspurn þess efnis hvort yngriflokkaráð sjái um málefni flokka bæði í knattspyrnu og í blaki. Formaður svarar því að ekki sé gert ráð fyrir því í foreldrahandbók en að stjórn finnist eðlilegt að svo muni verða.

Svava Birna leggur þá spurningu fyrir stjórnina hvort hvort hún sé búin að hugsa um mögulegar lausnir til að auka áhuga barna á Vopnafirði á þátttöku í íþróttum og fjölga þannig iðkendum á nýjan leik. Bjartur fer yfir hvað stjórnin hefur rætt í þessum efnum, t.d. að hafa opna tíma í knattspyrnu þar sem allir geta mætt til að spila knattspyrnu. Einnig að stjórnin hafi rætt hvort breyta þurfi frá þvi formi sem er í dag og hætta að einblína á ákveðnar íþróttir eins og knattspyrnu og blak og frekar bjóða upp á fjölbreyttari íþróttaiðkun. Til þess að það gangi upp þurfi þó að finna réttan aðila til að sinna þjálfun, helst menntaðan íþróttafræðing. 

Aðalbjörn segir það skipta höfuðmáli að réttur þjálfari sé fenginn í starfið til að endurvekja áhuga barnanna. Hann telur að staðan sé orðin þannig að sveitarfélagið ætti jafnvel að hafa beina aðkomu að málinu. Hann hvetur til þess að auglýsa tímanlega eftir þjálfara, t.d. fyrir næsta haust. Bjartur bendir á að í mjög langan tíma hafi starfið á Vopnafirði verið óvenju öflugt en það sé þó ekki ástæða til að nota það sem afsökun. Hins vegar hafi allt að 80% barna á staðnum verið iðkendur og sé það mjög há prósenta. Þá veltir hann því upp hvort breytt mynstur í samfélaginu hafi mögulega áhrif.

Dagskrá er tæmd. Fundarstjóri þakkar fyrir þátttökuna og slítur fundi.

Fleira gert og fundi slitið kl.20:20
Arnar Ingólfsson, fundarritari.

Picture
Frændurnir Aðalbjörn og Einar Björn ræða málin að fundi loknum

Comments are closed.

    RSS Feed

Litla liðið með stóra appelsínugula hjartað!

Ábyrgðarmaður heimasíðu: 
Bjartur Aðalbjörnsson
​bjartur@einherji.net
Picture
Picture