Ungmennafélagið Einherji | Stofnað 1929

  • Heim
  • Fréttir
  • Um félagið
    • Lög, reglur og áætlanir >
      • Foreldrahandbók
      • Siðareglur
      • Viðbragðsáætlun
      • Kennslu- og æfingaskrá
    • Stjórn
    • Merki Einherja
    • Sagan
    • Aðstaða til æfinga
    • Facebook- síða Einherja
  • Innganga í félagið
  • Heim
  • Fréttir
  • Um félagið
    • Lög, reglur og áætlanir >
      • Foreldrahandbók
      • Siðareglur
      • Viðbragðsáætlun
      • Kennslu- og æfingaskrá
    • Stjórn
    • Merki Einherja
    • Sagan
    • Aðstaða til æfinga
    • Facebook- síða Einherja
  • Innganga í félagið

Jólapistill formanns

18/12/2021

 
Picture17. júní 2021 - Mynd/UrðurSahr
Kæru Vopnfirðingar, stuðningsmenn okkar og velunnarar.

Árið 2021 var viðburðaríkt á margan hátt; á góðan og slæman – eins og gengur og gerist. Eftir þungan róður um miðjan vetur tókst okkur að skipa öfluga stjórn sem tók við stjórnun félagsins og þeim krefjandi verkefnum sem fylgdu.

Fyrsta verk var að taka ákvörðun um hvort tefla skyldi fram meistaraflokkum í karla- og kvennaflokki. Það var ekkert niðurneglt í þeim efnum og mikil vinna sem lá fyrir. Eftir að hafa kannað landslagið var tekin ákvörðun um að senda báða flokka til keppni. Hafa þurfti hraðar hendur og taka stórar og erfiðar ákvarðanir á stuttum tíma og þegar leið á sumarið enn erfiðari ákvarðanir. Finna þurfti íslenska og útlenda leikmenn, afla fjár, finna húsnæði fyrir þjálfara og leikmenn, græja samninga, rifta samningum, flytja húsgögn, kaupa húsgögn, græja internet, redda vinnufötum, redda æfingafötum, ráða nýja þjálfara, undirbúa leikdaga og ferðalög o.s.frv., o.s.frv. Allt gekk þetta nú upp þó mikið mæddi á stjórninni á köflum. Engin eftirsjá er af þeirri vinnu sem fólk lagði á sig; við lukum sumrinu og lögðum grunn að því næsta. Það er nefnilega af nógu að taka hjá Einherja en sem betur fer eigum við alltaf einhverja trausta sjálfboðaliða og styrktaraðila sem létta undir með okkur. En auðvitað má bæta við á öllum vígstöðvum. 

Auk meistaraflokkana eigum við öflugan hóp yngri iðkenda sem sinntu sínum æfingum og keppnisferðalögum af heilindum og metnaði. Það er mikilvægt að halda vel utan um yngri flokkana okkar og því nauðsynlegt að foreldrar veiti félaginu aðhald og aðstoð við utanumhald flokkanna.

Stjórn Einherja vill – fyrir hönd félagsins – þakka sjálfboðaliðum og styrktaraðilum fyrir gott samstarf á árinu sem er að líða. Þá færum við þjálfurum okkar, í fótbolta og blaki; þeim Helga Snæ, Bri, Taryn, Jóni Orra, 
Kolev, Símoni, Ívari, Víglundi, Bjarneyju, Fanneyju og Matthildi okkar bestu þakkir fyrir ánægjulegt samstarf. Stjórn Einherja færir Sigurði Donys sérstakar þakkir fyrir hans áralanga metnaðarfulla starf fyrir félagið. 

Leikmönnum viljum við þakka fyrir samverustundirnar og framlag þeirra til félagsins. Vonumst til að fá að njóta krafta sem flestra á komandi ári. Og stuðningsmenn okkar og aðrir velunnarar fá að sjálfsögðu góða kveðju fyrir að standa við bakið á okkur í blíðu og stríðu.

Stjórn Einherja óskar ofangreindum gleðilegra jóla og gæfu á komandi ári. Vopnfirðingum öllum, íþróttahreyfingunni og landsmönnum öllum færum við þá sömu kveðju.

Að lokum vill formaður þakka innilega þann hlýhug og velvilja sem honum var sýndur í veikindum sínum í haust. Þar sannaðist hversu góðir Einherjar eru.

Hlökkum til gleðilegra samskipta og samverustunda á komandi starfsári. 

Gleðileg jólahátíð,
Bjartur Aðalbjörnsson,
formaður Umf. Einherja


Comments are closed.

    RSS Feed

Litla liðið með stóra appelsínugula hjartað!

Ábyrgðarmaður heimasíðu: 
Bjartur Aðalbjörnsson
​bjartur@einherji.net
Picture
Picture