Ungmennafélagið Einherji | Stofnað 1929

  • Heim
  • Fréttir
  • Um félagið
    • Lög, reglur og áætlanir >
      • Foreldrahandbók
      • Siðareglur
      • Viðbragðsáætlun
      • Kennslu- og æfingaskrá
    • Stjórn
    • Merki Einherja
    • Sagan
    • Aðstaða til æfinga
    • Facebook- síða Einherja
  • Innganga í félagið
  • Heim
  • Fréttir
  • Um félagið
    • Lög, reglur og áætlanir >
      • Foreldrahandbók
      • Siðareglur
      • Viðbragðsáætlun
      • Kennslu- og æfingaskrá
    • Stjórn
    • Merki Einherja
    • Sagan
    • Aðstaða til æfinga
    • Facebook- síða Einherja
  • Innganga í félagið

toppbarátta 3. flokks kvenna

14/8/2019

0 Comments

 
Picture
Mynd: Nicklas Elmrin
Bjartur Aðalbjörnsson skrifar:

3. flokkur kvenna er svo sannarlega á sigurbraut. Þær hafa nú unnið þrjá leiki í röð og berjast um sæti í A-deild að ári. Stúlkurnar léku tvo leiki fyrir sunnan um síðastaliðna helgi. Fyrri leikurinn var gegn Þrótti í Reykjavík. Þær gerðu sér lítið fyrir og sigruðu Reykjavíkurstúlkur 3-1. 

Seinni leikurinn var leikinn á Iðavöllum í Reykjanesbæ. Þar mætti Einherji sameiginlegu liði Sandgerðis, Keflavíkur og Garðs. Vopnfirðingarnir komu sáu og sigruðu Reykjanesið með þremur mörkum gegn einu. Magnaður sigur Einherja gegn RKV (Reynir, Keflavík og Víðir).

Nú færist enn meiri spenna í toppbaráttuna en Einherji er í þriðja sæti með 22 stig. Í öðru sæti er Grindavík með jafnmörg stig en á toppnum er Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir með 24 stig. Aðeins tveir leikir eru eftir og verða þeir báðir spilaðir á Vopnafjarðarvelli. Næsti leikur er á sunnudaginn kl. 13. Þá mætir RKV til Vopnafjarðar. Síðast leikurinn er svo gegn Þrótti.

Úrslitakeppnin fer þannig fram að t
vö efstu lið B2-deildar spila gegn tveimur efstu liðum  B1-deildar. Leiknir eru tveir undanúrslitaleikir og sigurvegarar úr þeim eru komnir í A-deild að ári. Síðan er leikinn úrslitaleikur B-deildar þar sem ræðst hvort liðið leikur gegn sigurvegurum A-deildar og hvort gegn liðinu í öðru sæti A-deildar. Að því loknu er hinn eiginilegi úrslitaleikur 3. flokks kvenna.

Einherji þarf að treysta á að efstu tvö liðin misstígi sig í síðustu leikjunum til að eiga möguleika á sæti í úrslitum. Einherjastúlkur þurfa á miklum stuðningi að halda á síðustu metrunum. Sjáumst á Vopnafjarðarvelli á sunnudag.


0 Comments



Leave a Reply.

    RSS Feed

Litla liðið með stóra appelsínugula hjartað!

Ábyrgðarmaður heimasíðu: 
Bjartur Aðalbjörnsson
​bjartur@einherji.net
Picture
Picture