Ungmennafélagið Einherji | Stofnað 1929

  • Heim
  • Fréttir
  • Um félagið
    • Lög, reglur og áætlanir >
      • Foreldrahandbók
      • Siðareglur
      • Viðbragðsáætlun
      • Kennslu- og æfingaskrá
    • Stjórn
    • Merki Einherja
    • Sagan
    • Aðstaða til æfinga
    • Facebook- síða Einherja
  • Innganga í félagið
  • Heim
  • Fréttir
  • Um félagið
    • Lög, reglur og áætlanir >
      • Foreldrahandbók
      • Siðareglur
      • Viðbragðsáætlun
      • Kennslu- og æfingaskrá
    • Stjórn
    • Merki Einherja
    • Sagan
    • Aðstaða til æfinga
    • Facebook- síða Einherja
  • Innganga í félagið

TAP GEGN SKALLAGRÍMI Í ERFIÐUM LEIK

5/5/2019

 
Picture
Efri röð f.v.: Akim, Björgvin Geir, Sigurður, Hemmert, Benedikt Blær, Heiðar Snær, Javon, Árni Fjalar, Kolev og Jivko. Neðri röð f.v.: Eiður Orri, Todor, Heiðar, Bjartur, Guðni Þór og Jared
Bjartur Aðalbjörnsson skrifar:

Í gær lék meistaraflokkur karla sinn fyrsta leik í Íslandsmótinu þetta sumarið. Andstæðingarnir voru nýliðar 3. deildar, Skallagrímur. Leikurinn fór fram í Borgarnesi í mildu og góðu veðri. Trínidadarnir Akim, Jared og Javon voru mættir til leiks eftir þrjá flugleggi frá heimalandinu. Byrjunarlið Einherja í fyrsta leik sumarsins var nýtt og spennandi — blanda af reynslumiklum leikmönnum, nýjum leikmönnum og ungum og efnilegum leikmönnum.
Leikurinn fór rólega af stað en Skallagríms héldu boltanum betur. Það var svo á 22. mínútu leiksins sem Jared slapp inn fyrir vörn Borgnesinga og setti boltann í markið eftir að markvörður Skallagríms hafði varið frá honum einu sinni — 0-1. 

Skallagrímur var sterkari allan fyrri hálfleikinn og stuttu fyrir hálfleik, á 40. mínútu, jöfnuðu þeir metin með skoti af vítateigslínu. 1-1 í hálfleik.

Skallagrímur hélt sínu striki í síðari hálfleik og komumst yfir með marki á 61. mínútu. Heimamenn höfðu ágætis stjórn á leiknum og Einherji átti í erfiðleikum með að halda boltanum. Vopnfirðingar sköpuðu sér þó færi og var Todor nálægt því að jafna stuttu fyrir leikslok en skalli hans fór framhjá markinu. Lokatölur 1-2 fyrir Skallagrim og voru það sanngjörn úrslit.​
Picture
Byrjunarlið Einherja gegn Skallagrími.
Varamenn sem komu við sögu voru Guðni Þór og Eiður Orri. Eiður Orri var að spila sinn fyrsta meistaraflokksleik í Íslandsmóti og kemst í hóp nokkurra annarra leikmanna í sögu félagsins sem leikið hafa sinn fyrsta leik í deildakeppni fyrir 15 ára afmælisdaginn sinn. Hann er mögulega sá allra yngsti sem leikið hefur fyrir félagið. Til hamingju með fyrsta leikinn Eiður!

En þrátt fyrir tapið var bjart yfir Einherjum á heimleiðinni enda engin ástæða til að hengja haus eftir eitt tap. Það var ekki auðvelt fyrir þjálfarann, Akim, að stýra liðinu fyrir og á meðan á leik stóð. Hann, ásamt Javon og Jared, kom til landsins daginn áður og því eðlilegt að liðið hökti aðeins við þessar kringumstæður. Vonandi nær liðið að stilla saman strengi fyrir næsta leik sem er gegn Sindra, á Höfn á sunnudag kl. 16.


Comments are closed.

    RSS Feed

Litla liðið með stóra appelsínugula hjartað!

Ábyrgðarmaður heimasíðu: 
Bjartur Aðalbjörnsson
​bjartur@einherji.net
Picture
Picture