Ungmennafélagið Einherji | Stofnað 1929

  • Heim
  • Fréttir
  • Um félagið
    • Lög, reglur og áætlanir >
      • Foreldrahandbók
      • Siðareglur
      • Viðbragðsáætlun
      • Kennslu- og æfingaskrá
    • Stjórn
    • Merki Einherja
    • Sagan
    • Aðstaða til æfinga
    • Facebook- síða Einherja
  • Innganga í félagið
  • Heim
  • Fréttir
  • Um félagið
    • Lög, reglur og áætlanir >
      • Foreldrahandbók
      • Siðareglur
      • Viðbragðsáætlun
      • Kennslu- og æfingaskrá
    • Stjórn
    • Merki Einherja
    • Sagan
    • Aðstaða til æfinga
    • Facebook- síða Einherja
  • Innganga í félagið

sumarið gert upp: Tölfræði

26/9/2019

 
Picture
Hópurinn - fyrir framan nýtt vallarhús í byggingu - í síðasta leik tímabilsins
Bjartur Aðalbjörnsson skrifar:

​Nú er knattspyrnusumrinu formlega lokið, leikmenn, þjálfarar og stjórnarmenn fá langþráða hvíld og hópurinn liðast í sundur - í bili. Það eru blendnar tilfinningar þegar tímabil klárast. Að vissu leyti eru þeir sem koma að félaginu fegnir því að allri þessari sumarvinnu séu lokið og að framundan séu rólegir haustdagar. En á móti kemur að það er leiðinlegt að kveðja liðsfélagana, græna grasið, stuðningsmennina og leikinn sjálfan; fótboltann sem allir elska.
Tímabilinu lauk um síðustu helgi þegar Einherji tók á móti KF á föstudagskvöld. Leikurinn var virkilega fjörugur - færi, spjöld, hasar, tæklingar og flott spilamennska. Það fór svo að KF bar sigur úr býtum 2-1. Þeir voru, fyrir leikinn, búnir að tryggja sér sæti í 2. deild að ári. Einherjaliðið endaði hinsvegar í 7. sæti deildarinnar með 24 stig sem er versta stiganýting Einherja í 3. deild frá árinu 2003. Það er eins og það er.

Það er ekki úr vegi að fara aðeins yfir tölfræði sumarsins og bera saman fyrri og seinni umferðina.

Fyrri umferð:
Leikir: 11
Sigrar: 4
Jafntefli: 3
Töp: 4
Stig: 15

Mörk:
Skoruð: 15
Fengin: 13
Mismunur: +2


Mörk í fyrri hálfleik:
Skoruð: 5
Fengin: 6
Mismunur: -1


Seinni umferð:

​Leikir: 11
Sigrar: 2
Jafntefli: 3
Töp: 6
Stig: 9

Mörk:
Skoruð: 12
Fengin: 22
Mismunur: -10


Mörk í fyrri hálfleik:
Skoruð: 6
Fengin: 13
Mismunur: -7
Heimaleikir: 4
Sigrar: 1
Jafntefli: 2
Töp: 1
Stig: 5

​Mörk á heimavelli:
​Skoruð: 4
Fengin: 4
​Mismunur: 0

Mörk í seinni hálfleik:
Skoruð: 10
Fengin: 7
Mismunur: +3

______________
​

​Heimaleikir: 7
Sigrar: 1
Jafntefli: 3
Töp: 3
Stig: 6

​Mörk á heimavelli:
​Skoruð: 8
Fengin: 9
​Mismunur: -1

Mörk í seinni hálfleik:
Skoruð: 6
Fengin: 9
Mismunur: -3

​
Útileikir: 7
Sigrar: 3
Jafntefli: 1

Töp: 3
Stig: 10

Mörk á útivelli:
​Skoruð: 11
Fengin: 9
​Mismunur: +2

​
Markahæstu menn:
Todor Hristov: 7
Bjartur Aðalbjörnsson: 3
Jared Jolon Bennett: 3
_______________



​Útileikir: 4
Sigrar: 1
Jafntefli: 0

Töp: 3
Stig: 3

Mörk á útivelli:
​Skoruð: 4
Fengin: 13
​Mismunur: -9

​
Markahæstu menn:
Todor Hristov: 4
Sigurður Donys: 2
Úr þessari tölfræði má lesa skýran mun á fyrri og seinni umferð. Markaskorunin er ekki svo mikið lakari í seinni umferðinni en mörk sem liðið fær á sig í seinni umferð eru svo miklu fleiri en í fyrri umferðinni. En það sem er mest klárlega mest sláandi við gengi liðsins í sumar er árangurinn á heimavelli. Liðið vann aðeins tvo leiki á heimavelli en heimavöllur Einherja hefur verið þekktur sem vígi í áraraðir. 

Þrátt fyrir það að tölfræðin séu ekki sú besta þá er það alveg á hreinu að leikmenn og stuðningsmenn nutu sumarsins. Það er ekkert sumar á Vopnafirði án fótbolta. Nú þegar líður á haustið tekur við undirbúningsvinna fyrir næsta ár og ekki annað í stöðunni en að horfa með bjartsýni til knattspyrnusumarsins 2020. 

Comments are closed.

    RSS Feed

Litla liðið með stóra appelsínugula hjartað!

Ábyrgðarmaður heimasíðu: 
Bjartur Aðalbjörnsson
​bjartur@einherji.net
Picture
Picture