Ungmennafélagið Einherji | Stofnað 1929

  • Heim
  • Fréttir
  • Um félagið
    • Lög, reglur og áætlanir >
      • Foreldrahandbók
      • Siðareglur
      • Viðbragðsáætlun
      • Kennslu- og æfingaskrá
    • Stjórn
    • Merki Einherja
    • Sagan
    • Aðstaða til æfinga
    • Facebook- síða Einherja
  • Innganga í félagið
  • Heim
  • Fréttir
  • Um félagið
    • Lög, reglur og áætlanir >
      • Foreldrahandbók
      • Siðareglur
      • Viðbragðsáætlun
      • Kennslu- og æfingaskrá
    • Stjórn
    • Merki Einherja
    • Sagan
    • Aðstaða til æfinga
    • Facebook- síða Einherja
  • Innganga í félagið

Sumarið gert upp: lokahóf

26/9/2019

 
Picture
Todor, Donni, Heiðar og Bjartur
Bjartur Aðalbjörnsson skrifar:

Lokahóf meistaraflokks karla var haldið á Hótel Tanga föstudagskvöldið 20. september. Leikmenn voru fljótir að hrista af sér tapið gegn KF og skemmtu sér konunglega fram eftir kvöldi. Það er mikilvægt að geta skemmt sér og gert sumarið upp saman. Það er hefð fyrir því að veita viðurkenningar fyrir besta leikmann, þann markahæsta, efnilegasta og sérstakar viðurkenningar fyrir markafjölda á lokahófi. 


​Sigurður Donys Sigurðsson hlaut viðurkenningu fyrir 150 spilaða leiki með Einherja en hann nálgast nú 200 leiki. Todor Hristov fékk viðurkenningu fyrir flest skoruð mörk fyrir Einherja í sumar en hann skoraði ellefu mörk. Heiðar Snær Ragnarsson var valinn efnilegasti leikmaðurinn en hann er sautján ára gamall. Þá fékk Bjartur Aðalbjörnsson viðurkenningu fyrir að vera besti leikmaður sumarsins að mati liðsfélaga sinna. Hamingjuóskir til þeirra.


Bjartur Aðalbjörnsson - bestur
Heiðar Snær Ragnarsson - efnilegastur
Todor Hristov - markahæstur
Sigurður Donys Sigurðsson - 150 leikir spilaðir
Það er að vissu leyti nokkuð undarlegur siður að verðlauna einn leikmann umfram annan fyrir árangur, í hópíþrótt - liðið er jú ein heild. En auðvitað getur það reynst hvatning að vera verðlaunaður fyrir góðan árangur. Eins getur það verið hvatning fyrir þá sem ekki hreppa verðlaunin til að bæta sig og gera betur. En þegar öllu er á botninn hvolft eru það ekki einstaklingsverðlaunin sem skipta mestu máli heldur bragur liðsins inni á vellinum. Drengirnir í meistaraflokki Einherja fengu engin verðlaun sem lið í sumar. En það er kannski komið að því; að vinna til verðlauna í 3. deild. Sjáum til á næsta ári.

Comments are closed.

    RSS Feed

Litla liðið með stóra appelsínugula hjartað!

Ábyrgðarmaður heimasíðu: 
Bjartur Aðalbjörnsson
​bjartur@einherji.net
Picture
Picture