Ungmennafélagið Einherji | Stofnað 1929

  • Heim
  • Fréttir
  • Um félagið
    • Lög, reglur og áætlanir >
      • Foreldrahandbók
      • Siðareglur
      • Viðbragðsáætlun
      • Kennslu- og æfingaskrá
    • Stjórn
    • Merki Einherja
    • Sagan
    • Aðstaða til æfinga
    • Facebook- síða Einherja
  • Innganga í félagið
  • Heim
  • Fréttir
  • Um félagið
    • Lög, reglur og áætlanir >
      • Foreldrahandbók
      • Siðareglur
      • Viðbragðsáætlun
      • Kennslu- og æfingaskrá
    • Stjórn
    • Merki Einherja
    • Sagan
    • Aðstaða til æfinga
    • Facebook- síða Einherja
  • Innganga í félagið

Skin og skúrir í vesturbænum

29/7/2019

 
Picture
Heiðar Snær skoraði fyrra mark Einherja
Bjartur Aðalbjörnsson skrifar:

Á laugardaginn héldu brattir Einherjar til höfuðborgarinnar til að leika gegn Knattspyrnufélagi Vesturbæjar.  Það var ljúft fyrir drengina að koma í hitann í Reykjavík eftir lítið annað en þoku og súld heimafyrir undanfarnar vikur. Sólin lét þó lítið á sér bera í upphafi leiks en gervigrasið var vel vökvað reykvískri rigningu.

Byrjunarlið Einherja tók nokkrum breytingum frá leiknum gegn Skallagrími. Liðið spilaði 3-5-2 með Javon í marki, Villa, Ruben og Jivko í miðvörðum, Heiðar vinstra megin, Árna Fjalar hægra megin, Bjart og Akim djúpa á miðju, Donna þar fyrir framan og Heiðar Snæ og Todor fremsta.

Einherjaliðið byrjaði örugglega og hélt boltanum vel fyrstu mínúturnar. Strax á 5. mínútu leiksins átti Villa glæsilega sendingu frá miðju og inn í vítateig þar sem Heiðar Snær tók ljúflega við boltanum. 
Heiðar kom sér með klókindum í góða skotstöðu og afgreiddi boltann laglega í mark KV. Fyrsta mark Heiðars Snæs í meistaraflokki og staðan orðin 0-1. Eftir þetta má segja að KV-menn hafi tekið yfir leikinn og sóttu stíft á Einherjaliðið. Það endaði með því að þeir jöfnuðu metin á 41. mínútu leiksins. 1-1 í hálfleik. 

Í seinni hálfleik hafði stytt upp og sólin tekin að skína. Hálfleikurinn var rétt hafinn þegar Akim fór meiddur út af eftir samstuð sem hann hafði lent í í fyrri hálfleik. Í hans stað kom landi hans, Jared, sem lék fremstur með Todor og Heiðar Snær færði sig inn á miðjuna. Einherjamenn mættu sprækari til leiks í seinni hálfleik, en í lok þess fyrri, en þó héldu KV boltanum betur. Þegar líða tók á seinni hálfleikinn komst Einherji meira inn í leikinn og áttu nokkrar góðar sóknir. Á 65. mínútu fór Bjartur meiddur af velli og inn á kom Björn Andri. 

KV sóttu stíft en leikurinn opnaðist fyrir vikið fyrir Einherjamenn sem áttu snarpar skyndisóknir. Á 79. mínútu átti Heiðar Aðalbjörns. góðan sprett upp völlinn, lék skemmtilega framhjá varnarmanni KV og spyrnti boltanum inn í vítateig þar sem Todor stóð einn og óvaldaður á fjærstönginni. Todor gaf sér góðan tíma til að stilla upp í skot og afgreiddi boltann svo glæsilega upp í fjærhornið. 

Á 88. mínútu fékk markvörður KV að líta rauða spjaldið eftir að hafa handleikið boltann utan vítateigs. Einherji fékk aukaspyrnu og útileikmaður KV skellti sér milli stanganna síðustu mínúturnar. Aukaspyrnuna tók Donni en markvörður KV varði naumlega. Dómarinn gerði sér lítið fyrir og bætti tíu eða ellefu mínútum við leikinn sem gerði lokamínúturnar enn meira spennandi. Benedikt Blær fékk að spreyta sig síðustu mínúturnar en hann kom inn fyrir Donna.

Það fór svo að Einherji náði í gríðarleg sterk þrjú stig og fjórði útisigur sumarsins staðreynd. Einherji situr enn í 6. sæti deildarinnar með 22 stig en næsti leikur liðsins er gegn Hetti/Hugin, á Vopnafjarðarvelli, kl. 18 á miðvikudag.

Comments are closed.

    RSS Feed

Litla liðið með stóra appelsínugula hjartað!

Ábyrgðarmaður heimasíðu: 
Bjartur Aðalbjörnsson
​bjartur@einherji.net
Picture
Picture