Ungmennafélagið Einherji | Stofnað 1929

  • Heim
  • Fréttir
  • Um félagið
    • Lög, reglur og áætlanir >
      • Foreldrahandbók
      • Siðareglur
      • Viðbragðsáætlun
      • Kennslu- og æfingaskrá
    • Stjórn
    • Merki Einherja
    • Sagan
    • Aðstaða til æfinga
    • Facebook- síða Einherja
  • Innganga í félagið
  • Heim
  • Fréttir
  • Um félagið
    • Lög, reglur og áætlanir >
      • Foreldrahandbók
      • Siðareglur
      • Viðbragðsáætlun
      • Kennslu- og æfingaskrá
    • Stjórn
    • Merki Einherja
    • Sagan
    • Aðstaða til æfinga
    • Facebook- síða Einherja
  • Innganga í félagið

Þrír sigrar á þremur dögum

16/7/2018

 
Picture
Picture
Picture
Bjartur Aðalbjörnsson skrifar:

Einherjar nær og fjær geta verið stoltir af úrslitum síðustu þriggja daga. Meistaraflokkur karla, meistaraflokkur kvenna og 4. flokkur kvenna skiluðu samtals níu stigum heim til Vopnafjarðar. 

Á laugardag tóku drengirnir á móti KV í 3. deildinni. Fyrir leikinn sátu KV Í fjórða sæti deildarinnar með 16 stig en Einherji í því sjöunda með 12 stig. Einherjar komust í 2-0 í fyrri hálfleik með mörkum frá Kolev og Viktori Daða. Staðan 2-0 í hálfleik. Fljótlega í seinni hálfleik minnkuðu KV muninn og pressuðu fast á Einherja það sem eftir lifði leiks. Einherjar héldu þó út og tryggðu þar með sinn þriðja sigur í röð. Það er rétt að vekja sérstaka athygli á Björgvini Geir Garðarssyni sem stóð í marki Einherja. Björgvin er varamarkmaður liðsins og leysti hinn meidda Oskars af. Björgvin er aðeins 16 ára gamall og stóð sig með mikilli prýði og sýndi flotta takta í markinu. Þetta var fyrsti meistaraflokksleikur hans í deild og óskum við honum til hamingju með það.

Á sunnudag var svo komið að meistaraflokki kvenna. Þær héldu suður til Mosfellsbæjar og léku við Hvíta riddarann á Tungubakkavelli. Fyrir leikinn sat Hvíti riddarinn í neðsta sæti með núll stig og Einherji í því næstneðsta; einnig með núll stig. Einherjar áttu þó ekki í vandræðum með sunnanstúlkur og völtuðu yfir þær 10-0. Það er gott fyrir stúlkurnar að fá sín fyrstu stig og mæta fullar sjálfstrausts til leiks þegar Hvíti riddarinn kemur í heimsókn til Vopnafjarðar nk. sunnudag.

Þriðji sigur helgarinnar kom svo í dag, mánudag, þegar 4. flokkur kvenna lagði Völsung 4-2 á Húsavík. 

Næstu heimaleikir Einherja eru hjá meistaraflokkunum á laugardag og sunnudag. 

Comments are closed.

    RSS Feed

Litla liðið með stóra appelsínugula hjartað!

Ábyrgðarmaður heimasíðu: 
Bjartur Aðalbjörnsson
​bjartur@einherji.net
Picture
Picture