Ungmennafélagið Einherji | Stofnað 1929

  • Heim
  • Fréttir
  • Um félagið
    • Lög, reglur og áætlanir >
      • Foreldrahandbók
      • Siðareglur
      • Viðbragðsáætlun
      • Kennslu- og æfingaskrá
    • Stjórn
    • Merki Einherja
    • Sagan
    • Aðstaða til æfinga
    • Facebook- síða Einherja
  • Innganga í félagið
  • Heim
  • Fréttir
  • Um félagið
    • Lög, reglur og áætlanir >
      • Foreldrahandbók
      • Siðareglur
      • Viðbragðsáætlun
      • Kennslu- og æfingaskrá
    • Stjórn
    • Merki Einherja
    • Sagan
    • Aðstaða til æfinga
    • Facebook- síða Einherja
  • Innganga í félagið

NÁGRANNASLAGUR Á MIÐVIKUDAGSKVÖLD

30/7/2019

 
Picture
Úr leik Einherja og Kórdrengja fyrr í sumar
Bjartur Aðalbjörnsson skrifar:

Síðasti leikur meistaraflokks karla í júlímánuði verður leikinn á Vopnafjarðarvelli annað kvöld. Þá fáum við heimsókn frá nágrönnum okkar á Seyðisfirði og Fljótsdalshéraði; sameiginlegu liði Hattar og Hugins.  Höttur/Huginn situr í tíunda sæti með ellefu stig eftir fjórtán leiki. Einherji er hinsvegar í sjötta sæti með tvöfalt fleiri stig eftir jafn marga leiki.
Fyrri leik liðanna lauk með 3-0 sigri Hattar/Hugins á Fellavelli. Einherji lék skemmtilegan og beittan fótbolta en það fór svo að heimamenn fóru með sigur úr býtum.

Stuðningsmenn, leikmenn, þjálfarar og stjórnarmenn get sammælst um það að það er ekkert sem jafnast á við góðan grannaslag í knattspyrnunni. Stemningin verður aldrei meiri og spennan ekki magnaðri. Þetta er leikur sem hvorugt liðið vill tapa.

Veðurspáin er ekki upp á marga fiska en vonandi verður mætingin góð þegar flautað verður til leiks kl. 18 á morgun.

Comments are closed.

    RSS Feed

Litla liðið með stóra appelsínugula hjartað!

Ábyrgðarmaður heimasíðu: 
Bjartur Aðalbjörnsson
​bjartur@einherji.net
Picture
Picture