Ungmennafélagið Einherji | Stofnað 1929

  • Heim
  • Fréttir
  • Um félagið
    • Lög, reglur og áætlanir >
      • Foreldrahandbók
      • Siðareglur
      • Viðbragðsáætlun
      • Kennslu- og æfingaskrá
    • Stjórn
    • Merki Einherja
    • Sagan
    • Aðstaða til æfinga
    • Facebook- síða Einherja
  • Innganga í félagið
  • Heim
  • Fréttir
  • Um félagið
    • Lög, reglur og áætlanir >
      • Foreldrahandbók
      • Siðareglur
      • Viðbragðsáætlun
      • Kennslu- og æfingaskrá
    • Stjórn
    • Merki Einherja
    • Sagan
    • Aðstaða til æfinga
    • Facebook- síða Einherja
  • Innganga í félagið

Mikilvæg þrjú stig á litla mallorca

30/6/2018

 
Picture
Bjartur Aðalbjörnsson skrifar:

Í gærkvöldi lék meistaraflokkur karla við Sindra á Vopnafirði. Þetta var sannkallaður sex stiga leikur því fyrir leikinn sátu liðin í áttunda og níunda sæti 3. deildar. 

Leikið var í rjómablíðu á Vopnafirði og markaveislan eftir því. Sindramenn komust yfir snemma leiks en Einherjar svöruðu með marki frá Núma. 
Örskömmu seinna komust Hornfirðingar aftur yfir en aftur svöruðu Einherjar og nú var á ferðinni hinn eini sanni Sigurður Donys. Þetta mark var það hundraðasta sem Donni skorar fyrir Einherja í deild og bikar. Til hamingju með það og takk fyrir!

Seinni hálfleikur var í járnum en þrjú rauð spjöld fóru á loft - tvö á Sindramenn en eitt á Einherja. Það var síðan þegar fjórar mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma sem Kolev smellti boltanum í netið af stuttu færi og tryggði Einherja öll þrjú stigin. Gleðin var mikil eftir leik enda um gríðarlega mikilvæg og langþráð þrjú stig um að ræða. Einherji lyftir sér með sigrinum upp í sjöunda sæti. Um næstu helgi mætir liðið Ægi á Vopnafirði.

Comments are closed.

    RSS Feed

Litla liðið með stóra appelsínugula hjartað!

Ábyrgðarmaður heimasíðu: 
Bjartur Aðalbjörnsson
​bjartur@einherji.net
Picture
Picture