Ungmennafélagið Einherji | Stofnað 1929

  • Heim
  • Fréttir
  • Um félagið
    • Lög, reglur og áætlanir >
      • Foreldrahandbók
      • Siðareglur
      • Viðbragðsáætlun
      • Kennslu- og æfingaskrá
    • Stjórn
    • Merki Einherja
    • Sagan
    • Aðstaða til æfinga
    • Facebook- síða Einherja
  • Innganga í félagið
  • Heim
  • Fréttir
  • Um félagið
    • Lög, reglur og áætlanir >
      • Foreldrahandbók
      • Siðareglur
      • Viðbragðsáætlun
      • Kennslu- og æfingaskrá
    • Stjórn
    • Merki Einherja
    • Sagan
    • Aðstaða til æfinga
    • Facebook- síða Einherja
  • Innganga í félagið

markalaust jafntefli á vopnafjarðarvelli

1/8/2019

 
Picture
Bjartur Aðalbjörnsson skrifar:

Í gærkvöldi fór fram leikur Einherja og Hattar/Hugins á Vopnafjarðarvelli. Fyrir leikinn var Einherji í sjötta sæti með 22 stig en Höttur/Huginn í því tíunda með 11 stig.

Aðstæður voru ekki þær allra bestu en vindur andaði köldu af krafti úr austri en þurrt var. Sólin gerði sitt besta til að ylja stuðningsmönnum sem voru margir enda um nágrannaslag að ræða. 
Byrjunarlið Einherja tók breytingum frá síðasta leik en áfram var spilað 3-5-2. Villi, Ruben og Jivko byrjuðu aftast með Heiðar og Árna í stöðu vængbakvarða. Bjartur og Kolev djúpir á miðju með Donna fyrir framan og Heiðar Snær og Todor fremstir. Akim, þjálfari, var meiddur og stýrði liðinu af bekknum. Einherjamenn byrjuðu af miklum krafti og pressuðu stíft á gestina. Á elleftu mínútu fór Bjartur meiddur af velli og inn kom Björn Andri. Heiðar Snær færðist þá aftur á miðjuna. 

Gestirnir héldu boltanum betur það sem eftir lifði seinni hálfleiks. Liðin fengu sitthvort dauðafærið og Einherjamenn áttu tvö hörkuskot að marki sem markvörður Hattar/Hugins varði glæsilega. Ekkert mark leit dagsins ljós í fyrri hálfleik. Seinni hálfleikur spilaðist á svipaðan hátt en lítið var um færi. Meira var um spjöld og hiti kominn í leikmenn og stuðningsmenn. Á 75. mínútu fékk Kolev sitt annað gula spjald og var rekinn af velli; Einherjamenn einum færri. Leiknum lauk með markalausu jafntefli sem má teljast nokkuð sanngjarnt. 

Eftir leikinn er Einherji með 23 stig og lyftir sér upp í fimmta sætið. Höttur/Huginn er enn í tíunda sæti. Þessi leikur var áttundi taplausi leikur Einherja í röð en síðasta tap liðsins var gegn Reyni heima 15. júní. Nú fá leikmenn 10 daga frí en næsti leikur liðsins er gegn toppliði Kórdrengja, í Reykjavík, 10. ágúst.

Comments are closed.

    RSS Feed

Litla liðið með stóra appelsínugula hjartað!

Ábyrgðarmaður heimasíðu: 
Bjartur Aðalbjörnsson
​bjartur@einherji.net
Picture
Picture