Ungmennafélagið Einherji | Stofnað 1929

  • Heim
  • Fréttir
  • Um félagið
    • Lög, reglur og áætlanir >
      • Foreldrahandbók
      • Siðareglur
      • Viðbragðsáætlun
      • Kennslu- og æfingaskrá
    • Stjórn
    • Merki Einherja
    • Sagan
    • Aðstaða til æfinga
    • Facebook- síða Einherja
  • Innganga í félagið
  • Heim
  • Fréttir
  • Um félagið
    • Lög, reglur og áætlanir >
      • Foreldrahandbók
      • Siðareglur
      • Viðbragðsáætlun
      • Kennslu- og æfingaskrá
    • Stjórn
    • Merki Einherja
    • Sagan
    • Aðstaða til æfinga
    • Facebook- síða Einherja
  • Innganga í félagið

Kæru stuðningsmenn

4/5/2020

 
Picture
Mynd: MMÞ
Kæru stuðningsmenn!

Nú á tímum covid hefur félagið sett af stað tvær safnanir á facebook. Stjórn félagsins er gríðarlega þakklát öllum þeim sem hafa styrkt okkur á þessum erfiðu tímum. Það sannar sig enn og aftur að þegar í harðbakkann slær þá stöndum við saman, það gerðum við, gerum við og munum alltaf gera. Þetta lýsir félaginu okkar svo ótrúlega vel. 
Samheldnin og viljinn hjá öllum sem að félaginu koma, hvort sem það eru leikmenn, þjálfarar, stjórnarmenn, félagsmenn eða stuðningsmenn. Það eru allir að róa í sömu átt. Það vilja allir hjálpa og leggja sitt að mörkum, fyrir það erum við ótrúlega þakklát. Það horfir til bjartari tíma.

Í dag, 4. maí, getur íþróttastarf hafist að nýju. Yngri flokkar geta hafið æfingar að fullu án allra takmarkana en að sjálfsögðu þurfum við að passa vel upp á hreinlæti og annað slíkt. Það eru strangari reglur er varða meistaraflokkinn. Þar mega menn æfa 7 saman í hóp á ¼ af velli. Þar gildir ennþá tveggja metra reglan og engar snertingar leyfðar. Keppni hefst að öllu óbreyttu hjá yngri flokkum í byrjun júní. Við bíðum hinsvegar enn eftir leikjaplani og mótafyrirkomulagi. Hjá meistaraflokki hefst bikarkeppnin að öllu óbreyttu um 5-6. júní og deildin í kringum 20. júní. Sama saga þar, við bíðum enn eftir leikjaplani. Vonandi sjáum við sem flesta á vellinum í sumar.

Stjórn Einherja

Comments are closed.

    RSS Feed

Litla liðið með stóra appelsínugula hjartað!

Ábyrgðarmaður heimasíðu: 
Bjartur Aðalbjörnsson
​bjartur@einherji.net
Picture
Picture