Ungmennafélagið Einherji | Stofnað 1929

  • Heim
  • Fréttir
  • Um félagið
    • Lög, reglur og áætlanir >
      • Foreldrahandbók
      • Siðareglur
      • Viðbragðsáætlun
      • Kennslu- og æfingaskrá
    • Stjórn
    • Merki Einherja
    • Sagan
    • Aðstaða til æfinga
    • Facebook- síða Einherja
  • Innganga í félagið
  • Heim
  • Fréttir
  • Um félagið
    • Lög, reglur og áætlanir >
      • Foreldrahandbók
      • Siðareglur
      • Viðbragðsáætlun
      • Kennslu- og æfingaskrá
    • Stjórn
    • Merki Einherja
    • Sagan
    • Aðstaða til æfinga
    • Facebook- síða Einherja
  • Innganga í félagið

Íslandsmótið hefst í Borgarnesi

1/5/2019

 
Picture
Úr leik Einherja og Skallagríms árið 1984
Bjartur Aðalbjörnsson skrifar:

Á laugardaginn rúllar 3. deildin af stað og Einherji heldur til Borgarness þar sem þeir mæta Skallagrími. Skallagrímsmenn eru nýliðar í 3. deild en Einherji er á leið inn í sjötta tímabilið í röð í deildinni. Síðast léku þessi lið saman í deild árið 1986 en það ár hafði Einherji betur í báðum viðureignum liðanna.
Einherjamenn mæta keikir til leiks í Borgarnesi en þetta er aðeins annar leikur liðsins síðan í september. Undirbúningstímabilið hefur verið strembið en gott. Nokkrar leikmannabreytingar hafa orðið á liði Einherja frá því síðasta sumar. Fjórir leikmenn hafa yfirgefið félagið og nokkrir eru hættir. En liðið sem eftir er er það sem skiptir máli. Nokkur kjarni af reyndum heimastrákum myndar góða liðsheild ásamt búlgörsku Vopnfirðingunum og ungum og efnilegum drengjum sem fá að öllum líkindum mikilvæg tækifæri í sumar. 

Þjálfarinn, Akim Armstrong, er frá Trínidad og Tóbagó. Hann er ekki enn kominn til landsins vegna skriffinnskutregðu í umsóknarferli um dvalar- og atvinnuleyfi. Hann kemur til landsins á föstudag ásamt tveimur öðrum Trínidödum og verða þeir allir mættir til leiks í Borgarnesi á laugardag. Akim spilar sem framherji en með honum kemur markmaður og kantmaður.

Það er ástæða til að líta björtum augum til knattspyrnusumarsins hjá Einherja. Vonandi gera sem flestir Einherjar á suðvesturhorninu sér ferð í Borgarnes á laugardag til að styðja strákana okkar. Leikurinn á að hefjast klukkan fjögur en gæti færst fram til tvö — fylgist með!

​Áfram Einherji!

Comments are closed.

    RSS Feed

Litla liðið með stóra appelsínugula hjartað!

Ábyrgðarmaður heimasíðu: 
Bjartur Aðalbjörnsson
​bjartur@einherji.net
Picture
Picture