Ungmennafélagið Einherji | Stofnað 1929

  • Heim
  • Fréttir
  • Um félagið
    • Lög, reglur og áætlanir >
      • Foreldrahandbók
      • Siðareglur
      • Viðbragðsáætlun
      • Kennslu- og æfingaskrá
    • Stjórn
    • Merki Einherja
    • Sagan
    • Aðstaða til æfinga
    • Facebook- síða Einherja
  • Innganga í félagið
  • Heim
  • Fréttir
  • Um félagið
    • Lög, reglur og áætlanir >
      • Foreldrahandbók
      • Siðareglur
      • Viðbragðsáætlun
      • Kennslu- og æfingaskrá
    • Stjórn
    • Merki Einherja
    • Sagan
    • Aðstaða til æfinga
    • Facebook- síða Einherja
  • Innganga í félagið

íslandsmeistarar í sjö manna bolta

19/8/2019

 
Picture
Bjartur Aðalbjörnsson skrifar:

Á laugardaginn síðasta eignaðist Einherji nýja Íslandsmeistara en 4. flokkur kvenna rúllaði upp deildinni í sjö manna bolta. Þær fóru taplausar í gegnum allt mótið og voru orðnar meistarar þegar þær áttu enn einn leik eftir.

Liðin sem þær öttu kappi við í sumar voru Álftanes sem enduði í öðru sæti, Leiknir í þriðja sæti, Njarðvík í því fjórða og KF/Dalvík sem endaði í því fimmta.
Þetta er frábær árangur hjá stelpunum en þessar sömu stelpur leika einnig með 3. flokki félagsins sem berst um sæti í úrslitakeppni B deildar. Það er ágætt að enda fréttina á tilvitnun í umfjöllun fotbolta.is um Íslandsmeistarana og Einherja: 

„Það er ótrúlegt að bæjarfélag sem er með 85 krakka í grunnskólanum skuli halda úti 3 og 4.flokk kvenna. Stórt hrós á Vopnafjörð.“
Picture

Comments are closed.

    RSS Feed

Litla liðið með stóra appelsínugula hjartað!

Ábyrgðarmaður heimasíðu: 
Bjartur Aðalbjörnsson
​bjartur@einherji.net
Picture
Picture