Ungmennafélagið Einherji | Stofnað 1929

  • Heim
  • Fréttir
  • Um félagið
    • Lög, reglur og áætlanir >
      • Foreldrahandbók
      • Siðareglur
      • Viðbragðsáætlun
      • Kennslu- og æfingaskrá
    • Stjórn
    • Merki Einherja
    • Sagan
    • Aðstaða til æfinga
    • Facebook- síða Einherja
  • Innganga í félagið
  • Heim
  • Fréttir
  • Um félagið
    • Lög, reglur og áætlanir >
      • Foreldrahandbók
      • Siðareglur
      • Viðbragðsáætlun
      • Kennslu- og æfingaskrá
    • Stjórn
    • Merki Einherja
    • Sagan
    • Aðstaða til æfinga
    • Facebook- síða Einherja
  • Innganga í félagið

Heimsókn eyjamanna 1984

23/4/2018

 
Picture
Picture
Einar Björn
Picture
Aðalbjörn í baráttu um boltann
Dregið var í 32-liða úrslit Mjólkurbikars karla í hádeginu í dag. Einherji var í pottinum eftir að hafa slegið Sindra og Leikni út í fyrstu tveimur umferðunum. Mikil spenna ríkti fyrir drættinum en Einherji hefur ekki farið svo langt í bikarkeppninni síðan 2009. Fyrstir upp úr pottinum voru bikarmeistarar ÍBV og næst var það Einherji. Einherji mætir því ÍBV á Hásteinsvelli 1. maí.

Síðast mættust þessu lið árið 1989 en við ætlum að rifja upp viðureign liðanna á Vopnafjarðarvelli í júlí 1984. Þetta ár léku liðin saman í 2. deild sem þá var næstefsta deild. ÍBV hafði fallið úr efstu deild árið áður en Einherji hafði komið upp í 2. deildina 1981. 

​Leikið var á Vopnafjarðarvelli laugardaginn 7. júlí og lauk leiknum með 1-2 sigri Eyjamanna. Á íþróttasíðu Dagblaðsins Vísis á mánudeginum birtist eftirfarandi fyrirsögn: „Eyjamenn voru mjög heppnir.“ og í dagblaðinu Nútímanum stóð: „Eyjamenn sluppu með skrekkinn.“ Samkvæmt Þjóðviljanum var þetta besti leikur Einherja það sem af var sumri. 

Einherji komst yfir á 24. mínútu leiksins með skallamarki Einars Björns eftir aukaspyrnu. Sigurjón Kristjánsson jafnaði metin fyrir Eyjamenn á 37. mínútu og var aftur á ferðinni á 51. mínútu þegar hann skoraði sigurmark ÍBV.

Umfjöllun Dagblaðsins Vísis endar síðan á þessum skemmtilegu orðum: „Eins og áður sagði voru Eyjamenn heppnir að sigra og lýstu því sjálfir yfir eftir leikinn.“

​Myndirnar sem fylgja tók Jóhann Árnason.

Comments are closed.

    RSS Feed

Litla liðið með stóra appelsínugula hjartað!

Ábyrgðarmaður heimasíðu: 
Bjartur Aðalbjörnsson
​bjartur@einherji.net
Picture
Picture