Ungmennafélagið Einherji | Stofnað 1929

  • Heim
  • Fréttir
  • Um félagið
    • Lög, reglur og áætlanir >
      • Foreldrahandbók
      • Siðareglur
      • Viðbragðsáætlun
      • Kennslu- og æfingaskrá
    • Stjórn
    • Merki Einherja
    • Sagan
    • Aðstaða til æfinga
    • Facebook- síða Einherja
  • Innganga í félagið
  • Heim
  • Fréttir
  • Um félagið
    • Lög, reglur og áætlanir >
      • Foreldrahandbók
      • Siðareglur
      • Viðbragðsáætlun
      • Kennslu- og æfingaskrá
    • Stjórn
    • Merki Einherja
    • Sagan
    • Aðstaða til æfinga
    • Facebook- síða Einherja
  • Innganga í félagið

fréttir af meistaraflokki

19/7/2019

 
Picture
Bjartur Aðalbjörnsson skrifar:

Enn einn heimaleikurinn er framundan. Á morgun, laugardag, tekur Einherji á móti botnliði Skallagríms. Heimaleikirnir hafa ekki alveg fallið með liðinu í sumar en liðið hefur tekið sex stig á heimavelli, af fimmtán mögulegum. Einn unninn leikur, þrjú jafntefli og eitt tap. 
Jafnteflið gegn Sindra um síðustu helgi var grátlegt. Einherji komst tvívegis yfir með mörkum frá Helga Má og Todor og fékk liðið færi til að klára leikinn í stöðunni 2-1. Sindramenn lágu þétt á vörn Einherja og á 94. mínútu jöfnuðu Sindramenn metin beint úr aukaspyrnu. Úrslitin þýða það að Einherji situr í sjötta sæti með 16 stig; þremur stigum á eftir Reyni í fimmta sæti.

Leikur morgundagsins verður erfiður þó svo að það sé botnliðið sem kemur í heimsókn. Borgnesingar eru harðir í horn að taka og unnu Einherja í fyrsta leik tímabilsins 2-1. Þrír leikmenn Einherja eru í leikbanni á morgun vegna uppsafnaðra gulra spjalda. Það eru Bjartur, Heiðar og Kolev. En eins og sást í Sindraleiknum eru ungir og sprækir strákar til taks utan vallar sem munu koma sterkir til leiks. Þá flýgur Sigurður Donys heim af Gothia Cup og verður mættur til leiks á morgun.

Af öðrum leikmannamálum er það að frétta að Sigurður Vopni Vatnsdal fékk ekki félagsskipti úr KH en hann átti að vera til staðar sem leikmaður í útileikjum. Ástæðan fyrir því að hann fékk ekki skipti er sú að hann hefur þegar leikið með tveimur liðum á Íslandsmótinu. Einherjaliðinu berst þó liðsstyrkur í dag en Grenvíkingurinn Björn Andri Ingólfsson kemur á láni frá Magna. Björn Andri var lánsmaður hjá KF og skoraði sex mörk í átján leikjum fyrir KF á síðasta tímabili. Hann verður í leikmannahópnum gegn Skallagrími á morgun. Velkominn í Einherja, Björn Andri!

Sjáumst á Vopnafjarðarvelli kl. 14 á morgun.

Comments are closed.

    RSS Feed

Litla liðið með stóra appelsínugula hjartað!

Ábyrgðarmaður heimasíðu: 
Bjartur Aðalbjörnsson
​bjartur@einherji.net
Picture
Picture