Ungmennafélagið Einherji | Stofnað 1929

  • Heim
  • Fréttir
  • Um félagið
    • Lög, reglur og áætlanir >
      • Foreldrahandbók
      • Siðareglur
      • Viðbragðsáætlun
      • Kennslu- og æfingaskrá
    • Stjórn
    • Merki Einherja
    • Sagan
    • Aðstaða til æfinga
    • Facebook- síða Einherja
  • Innganga í félagið
  • Heim
  • Fréttir
  • Um félagið
    • Lög, reglur og áætlanir >
      • Foreldrahandbók
      • Siðareglur
      • Viðbragðsáætlun
      • Kennslu- og æfingaskrá
    • Stjórn
    • Merki Einherja
    • Sagan
    • Aðstaða til æfinga
    • Facebook- síða Einherja
  • Innganga í félagið

Fótboltinn er ljós í þokunni

23/7/2019

 
Picture
3. flokkur kvenna ásamt þjálfara og stuðningsmönnum
Bjartur Aðalbjörnsson skrifar:

Alltof lengi hafa Vopnfirðingar ekki séð til sólar - a.m.k. ekki veðurfarslega séð. Alskýjað hefur verið í firðinum okkar um vikuskeið með þéttri vinalegri þoku, súld, skúrum, rigningu og sudda til skiptis. Hitinn hefur þó verið með ágætum; um og yfir 10 gráðum.

Ekkert lát hefur þó verið á fótboltaiðkun hjá Einherjum. Æfingar yngri flokka halda áfram og leikið er á víð og dreif um heiminn. Stelpurnar okkar í 3. flokki komust alla leið í 32-liða úrslit A-liða á Gothia Cup í Gautaborg. 
Þær lentu í 2. sæti síns riðils og léku því um sæti í 16-liða úrslitum. Sá leikur tapaðist. Þær héldu heim frá Gautaborg 20. júlí eftir ánægjulega vikudvöl í sól og blíðu með öflugum stuðningsmönnum. Næsti leikur stúlknanna í Íslandsmóti er gegn Grindavík n.k. sunnudag kl. 12. Fyrir leikinn er Einherji í þriðja sæti B2 deildar með 13 stig en Grindavík í öðru sæti með 16.

Af meistaraflokki karla er það að frétta að drengirnir tóku á móti Skallagrími á laugardaginn. Skallagrímur var fyrir leikinn á botni deildarinnar með sex stig en Einherji með sextán stig um miðja deild. Fór svo að Einherji vann með tveimur mörkum gegn engu. Mörkin skoruðu hinir alvönu markaskorarar Donni og Todor. Donni skoraði - í annað skiptið í sumar - beint úr hornspyrnu. Todor skoraði hinsvegar úr sinni uppáhalds stöðu - vinstra megin í vítateignum - eftir frábæran undirbúning Heiðars Snæs. Nú er Einherji í sjötta sæti með nítján stig og leikur næst í Reykjavík. Sá leikur er gegn KV, laugardaginn 27. júlí kl. 14, á gervigrasi KR. 

Í 2. flokki Austurlands á Einherji nokkra efnilega leikmenn. Það fer eftir tímasetningu leikja hversu margir spila með 2. flokknum en stundum eru okkar menn bundnir í verkefnum með meistaraflokki hér heima. Þeir leikmenn sem hafa leikið með 2. flokki Austurlands þetta sumarið er: Benedikt Blær Guðjónssosn, Björgvin Geir Garðarsson, Sigurður Jóhannsson og Árni Fjalar Óskarsson. Austurland leikur gegn ÍR/Létti í Reykjavík á laugardag kl. 13 og gegn Selfoss/HÆÁK á Selfossi á Sunnudag kl. 13. Fyrir leiki helgarinnar situr Austurland á botni C-deildar með eitt stig. 

Að lokum má nefna það að Einherji á einn leikmann í sameiginlegu 3. flokks liði Fjarðabyggðar, Leiknis og Einherja í drengjaflokki. Það er Eiður Orri Ragnarsson en hann hefur einnig komið nokkuð við sögu sem varamaður í meistaraflokki Einherja. Liðið er í öðru sæti C2 deildarinnar með 24 stig og í bullandi toppbaráttu. Næsti leikur liðsins er gegn Hetti, á Fellavelli, miðvikudaginn 7. ágúst kl. 18.

Comments are closed.

    RSS Feed

Litla liðið með stóra appelsínugula hjartað!

Ábyrgðarmaður heimasíðu: 
Bjartur Aðalbjörnsson
​bjartur@einherji.net
Picture
Picture