Ungmennafélagið Einherji | Stofnað 1929

  • Heim
  • Fréttir
  • Um félagið
    • Lög, reglur og áætlanir >
      • Foreldrahandbók
      • Siðareglur
      • Viðbragðsáætlun
      • Kennslu- og æfingaskrá
    • Stjórn
    • Merki Einherja
    • Sagan
    • Aðstaða til æfinga
    • Facebook- síða Einherja
  • Innganga í félagið
  • Heim
  • Fréttir
  • Um félagið
    • Lög, reglur og áætlanir >
      • Foreldrahandbók
      • Siðareglur
      • Viðbragðsáætlun
      • Kennslu- og æfingaskrá
    • Stjórn
    • Merki Einherja
    • Sagan
    • Aðstaða til æfinga
    • Facebook- síða Einherja
  • Innganga í félagið

Einherjinn Þorsteinn valdimarsson

16/6/2018

 
Picture
Picture
Bjartur Aðalbjörnsson skrifar:
Í tilefni 100 ára fullveldisafmælis Íslands og að 100 ár eru frá fæðingu Vopnfirðingsins, Þorsteins Valdimarssonar, skálds, var haldin menningarhátíð til minningar um hann í Miklagarði í dag.

Ungmennafélagið sá um kaffiveitingar að lokinni dagskrá og er því við hæfi að grúska í sameiginilegri sögu Einherja og Þorsteins. 

Þann 18. júlí árið 1943 hélt Íþróttafélagið Einherjar íþróttamót á Vesturdalsárbökkum í Vopnafirði. Jóhann Björnsson setti mótið með ræðu og Guttormur Sigurbjörnsson, íþróttakennari UÍA, var mótsstjóri og dómari. Keppendur voru um 40 talsins. 

Í Tímanum 21. september 1943 er sagt frá úrslitum mótsins. Þorsteinn Valdimarsson bar sigur úr býtum í þremur greinum en ekki er vitað hvort hann keppti í fleiri greinum. Hann vann 100 metra hlaup, stökk lengst í langstökki og kastaði kringlunni lengst í kringlukasti. 

Þorsteinn var greinilega mikill íþróttamaður og vonandi er hægt sé að grafa upp frekari heimildir um hans íþróttaiðkun með Einherja.

Comments are closed.

    RSS Feed

Litla liðið með stóra appelsínugula hjartað!

Ábyrgðarmaður heimasíðu: 
Bjartur Aðalbjörnsson
​bjartur@einherji.net
Picture
Picture