Ungmennafélagið Einherji | Stofnað 1929

  • Heim
  • Fréttir
  • Um félagið
    • Lög, reglur og áætlanir >
      • Foreldrahandbók
      • Siðareglur
      • Viðbragðsáætlun
      • Kennslu- og æfingaskrá
    • Stjórn
    • Merki Einherja
    • Sagan
    • Aðstaða til æfinga
    • Facebook- síða Einherja
  • Innganga í félagið
  • Heim
  • Fréttir
  • Um félagið
    • Lög, reglur og áætlanir >
      • Foreldrahandbók
      • Siðareglur
      • Viðbragðsáætlun
      • Kennslu- og æfingaskrá
    • Stjórn
    • Merki Einherja
    • Sagan
    • Aðstaða til æfinga
    • Facebook- síða Einherja
  • Innganga í félagið

ANNAÐ 2-1 TAP Á ÚTIVELLI

13/5/2019

 
Picture
Byrjunarlið Einherja gegn Sindra 12. maí 2019. Efri röð f.v.: Bjartur, Kolev, Árni Fjalar, Javon, Heiðar Snær og Jivko. Neðri röð f.v.: Eiður Orri, Todor, Heiðar, Jared og Akim.
Bjartur Aðalbjörnsson skrifar:

Á sunnudag lögðu einherjar land undir fót renndu sér niður á Höfn í Hornafirði. Andstæðingarnir voru Sindri. Fyrir leikinn voru bæði lið með 0 stig eftir eina umferð. Byrjunarlið Einherja var það sama og í síðasta leik nema að Eiður Orri kom inn fyrir Benna. 
Leikurinn fór nokkuð rólega af stað en eftir ellefu mínútna leik skoraði Todor svokallað Todor special mark — komst inn fyrir vörnina vinstra megin á vellinum og þrumaði boltanum í fjærhornið. Stuttu seinna fékk Sindri vítaspyrnu sem Javon í marki Einherja varði vel. Pressan hélt þó áfram og á 21. mínútu fengu heimamenn aðra vítaspyrnu og nýttu hana í þetta skiptið. 1-1 í hálfleik.

Seinni hálfleikur fór af stað eins og sá fyrri, nokkuð rólega, en pressa heimamanna jókst þegar leið á og fengu þeir mörg góð færi. Það var síðan eftir fyrirgjöf á 82. mínútu sem Javon í marki Einherja greip boltann á lofti en missti hann aftur, eftir að brotið hafði verið á honum, eftir því sem einherjar sáu a.m.k. Dómari leiksins dæmdi ekkert og sigurmarkið því komið í hús. 
Picture
Ekki draumabyrjun hjá Einherja en kannski eðlileg miðað við þær æfingaaðstæður sem liðið hefur búið við. Nóg af stigum eru í pottinum og mótið aðeins rétt að byrja. Drengirnir mætta grjótharðir til leiks á laugardag þegar KV kemur í heimsókn á Vopnafjarðarvöll. Fyrsti heimaleikur sumarsins — fjölmennum á völlinn og tökum „vel“ á móti Vesturbæingum.

Comments are closed.

    RSS Feed

Litla liðið með stóra appelsínugula hjartað!

Ábyrgðarmaður heimasíðu: 
Bjartur Aðalbjörnsson
​bjartur@einherji.net
Picture
Picture