Ungmennafélagið Einherji | Stofnað 1929

  • Heim
  • Fréttir
  • Um félagið
    • Lög, reglur og áætlanir >
      • Foreldrahandbók
      • Siðareglur
      • Viðbragðsáætlun
      • Kennslu- og æfingaskrá
    • Stjórn
    • Merki Einherja
    • Sagan
    • Aðstaða til æfinga
    • Facebook- síða Einherja
  • Innganga í félagið
  • Heim
  • Fréttir
  • Um félagið
    • Lög, reglur og áætlanir >
      • Foreldrahandbók
      • Siðareglur
      • Viðbragðsáætlun
      • Kennslu- og æfingaskrá
    • Stjórn
    • Merki Einherja
    • Sagan
    • Aðstaða til æfinga
    • Facebook- síða Einherja
  • Innganga í félagið

Aðalfundur: Ný stjórn kosin til bráðabirgða

27/1/2021

 
Picture
Bjartur Aðalbjörnsson skrifar:

​Aðalfundur Ungmennafélagsins Einherja var haldinn í gær, 26. janúar. Fundað var í vallarhúsinu og var mæting með ágætum. Á dagskrá voru hefðbundin aðalfundarstörf.

Víglundur, fráfarandi formaður, setti fundinn og tilnefndi Aðalbjörn sem fundarstjóra. Skýrslu stjórnar kynnti Arnar Ingólfsson, fyrir hönd stjórnar, með myndarbrag.
Þá lagði gjaldkeri félagsins, Þorgrímur, fram reikninga ársins 2019, kynnti og fór yfir helstu tölur. Að því loknu tóku við lagabreytingar sem voru engar og ákvörðun árgjalds. 

Fyrirferðamesti dagskráliður fundarins var þó kosning nýrrar stjórnar en það lá fyrir að allir úr starfandi stjórn vildu hættu og myndu því ekki gefa kost á sér áfram nema vegna brýnnar þarfar. Aðeins einn gaf kost á sér í nýja stjórn en það var Bjartur. Var því ákveðið að mynda stjórn til bráðabirgða. Í henni sitja: Arnar Ingólfsson, Bjartur Aðalbjörnsson, Hrafnhildur Helgadóttir, Jón Ragnar Helgason og Víglundur Páll Einarsson. Þessi stjórn mun sitja fram að aukaaðalfundi sem haldinn verður fyrir 15. mars nk. Mun bráðabirgðastjórn fá það verkefni ofan á öll önnur verkefni, að finna fólk sem tilbúið er að gefa kost á sér í stjórn á aukaaðalfundi.


Í dag kom ný stjórn saman til fyrsta fundar og skipti þannig með sér verkum: Bjartur er formaður, Víglundur Páll er gjaldkeri, Arnar er ritari og Jón og Hrafnhildur meðstjórnendur. Ný stjórn þakkar fráfarandi stjórnarmönnum sína vinnu.

Það er miður að ekki séu fleiri tilbúnir til að gefa kost á sér í stjórn Einherja. Eins og við vitum öll, þá byggist rekstur og starf ungmennafélaga á sjálfboðavinnu. Því er mikilvægt að við reynum að hjálpast að og skipta verkum þannig að félagið geti lifað og dafnað. En það er nú samt þannig að ef ekki finnst fólk í stjórn, þá getur félagið einfaldlega ekki starfað! Það er því brýnt verkefni að finna fólk - sem tilbúið er til stjórnarsetu - fyrir aukaaðalfund í mars!




Comments are closed.

    RSS Feed

Litla liðið með stóra appelsínugula hjartað!

Ábyrgðarmaður heimasíðu: 
Bjartur Aðalbjörnsson
​bjartur@einherji.net
Picture
Picture