Ungmennafélagið Einherji | Stofnað 1929

  • Heim
  • Fréttir
  • Um félagið
    • Lög, reglur og áætlanir >
      • Foreldrahandbók
      • Siðareglur
      • Viðbragðsáætlun
      • Kennslu- og æfingaskrá
    • Stjórn
    • Merki Einherja
    • Sagan
    • Aðstaða til æfinga
    • Facebook- síða Einherja
  • Innganga í félagið
  • Heim
  • Fréttir
  • Um félagið
    • Lög, reglur og áætlanir >
      • Foreldrahandbók
      • Siðareglur
      • Viðbragðsáætlun
      • Kennslu- og æfingaskrá
    • Stjórn
    • Merki Einherja
    • Sagan
    • Aðstaða til æfinga
    • Facebook- síða Einherja
  • Innganga í félagið

70 ár frá vígslu sundlaugarinnar í selárgljúfrum

13/8/2020

 
Picture
Bjartur Aðalbjörnsson skrifar:

Í dag, 13. ágúst, eru liðin 70 ár frá vígslu sundlaugarinnar í Selárgljúfrum, í Selárdal en hún var vígð sumarið 1950. Í daglegu tali er hún oft nefnd Sundlaugin í Selárdal, Selárlaug eða Selárdalslaug. Bygging hennar var í höndum Einherja og komu allar deildirnar að byggingu hennar.  A-deildin hafði verið starfandi lengst og hafði sundlaugamálið, eins og það er kallað í fundargerðum félagsins, verið félagsmönnum ofarlega í huga á fjórða og fimmta áratugnum. 
Elstu fundargerðir sem varðveist hafa eru frá árinu 1936 en strax þá er farið að ræða um að koma upp sundlaug í þorpinu. Um tíma var áætlað að reisa laugina neðan við Garðsklett en fljótlega var horfið frá þeim hugmyndum. Á árunum 1936 og fram yfir 1940 var miklu fé safnað í sundlaugasjóð frá ýmsum félagasamtökum og hreppsnefnd. Fjöldi manns starfaði í sundlauganefndum en lítið gerðist í málinu annað en að peningar söfnuðust og dagsverkum var heitið. Á fundi 1942 segir Björn Jóhannsson skólastjóri frá því að hugur íþróttanefndar ríkisins beinist að heitu uppsprettunni í Selárdal og uppbyggingu laugar þar. Ekki voru allir félagsmenn samþykkir þesusm stað og nefndu menn nýjan stað í þorpinu fyrir laugina - við frystihús Kaupfélagsins. 
Að lokum hófst framkvæmd við nýja laug í Selárgljúfrum í Selárdal sumarið 1947. A-deild hafði forgöngu í málinu en allar deildir lögðu fé og mannauð í verkið. Einnig fengust styrkir í verkið frá Hreppsnefnd Vopnafjarðar, Íþróttanefnd ríkisins og fleirum. Unnið var að byggingu laugarinnar og sundlaugarskála næstu sumur og var sundlaugin vígð með pompi og prakt sunnudaginn 13. ágúst árið 1950. Við vígsluna voru fluttar ræður, ungir Einherjar stungu sér til sunds og sýnt var boðsund. Þrátt fyrir að rigndi þennan dag gerðu menn sér glaðan dag og dansað var í tjaldi fram eftir nóttu. Þessi framkvæmd er dæmi um dug, metnað og samstöðu Einherja en sundlaugin var eign félagsins þar til sveitarfélagið tók að sér rekstur hennar.

Á þessum tíma var Sundlaugin í Selárgljúfrum eina heita laug Austurlands og var strax talin einn fallegasti baðstaður landsins. Laugin er Vopnfirðingum kær og geta þeir verið stoltir af forfeðrum sínum er lögðu mikið á sig til að geta tryggt ungum sem öldnum öruggan og góðan baðstað.
Picture
Picture
Picture

Comments are closed.

    RSS Feed

Litla liðið með stóra appelsínugula hjartað!

Ábyrgðarmaður heimasíðu: 
Bjartur Aðalbjörnsson
​bjartur@einherji.net
Picture
Picture