Ungmennafélagið Einherji | Stofnað 1929

  • Heim
  • Fréttir
  • Um félagið
    • Lög, reglur og áætlanir >
      • Foreldrahandbók
      • Siðareglur
      • Viðbragðsáætlun
      • Kennslu- og æfingaskrá
    • Stjórn
    • Merki Einherja
    • Sagan
    • Aðstaða til æfinga
    • Facebook- síða Einherja
  • Innganga í félagið
  • Heim
  • Fréttir
  • Um félagið
    • Lög, reglur og áætlanir >
      • Foreldrahandbók
      • Siðareglur
      • Viðbragðsáætlun
      • Kennslu- og æfingaskrá
    • Stjórn
    • Merki Einherja
    • Sagan
    • Aðstaða til æfinga
    • Facebook- síða Einherja
  • Innganga í félagið

3. flokkur kvenna: endurkoma helgarinnar og staðan í dag

29/7/2019

 
Picture
Bjartur Aðalbjörnsson skrifar:

Það er langt frá því að hvert 650 manna byggðarlag á landinu geti sent lið til keppni í 3. flokki kvenna. Vopnfirðingar mega vera stoltir af því einu og sér að Einherji sendi lið til keppni. En ofan á það er liðið þrælöflugt eins og þeir vita sem hafa séð þær leika.
​Stúlkurnar hafa látið til sín taka og sýnt hvað býr í vopnfirskum knattspyrnustúlkum. Hópinn mynda alls fimmtán stúlkur sem fæddar eru frá 2003-2006; semsagt bæði úr 3. og 4. flokki. Aðeins tvær stúlkur eru á eldra ári 3. flokks; þær Áslaug Dóra Jörgensdóttir og Marta Elísdóttir. Meginþorri liðsins er á yngra ári 3. flokks: Embla Sif Ingadóttir, Eva Lind Magnúsdóttir, Íris Hrönn Hlynsdóttir, Kamilla Huld Jónsdóttir, Sara Líf Magnúsdóttir, Tinna Líf Kristinsdóttir og Þorgerður Mist Jóhannsdóttir.

​Sjö stúlkur spila svo uppfyrir sig úr 4. flokki: Amanda Lind Elmarsdóttir, Aníta Ýr Magnadóttir, Avonleigh Ann Crumpton og Karólína Dröfn Jónsdóttir á eldra ári, og Elísabet Oktavía Þorgrímsdóttir, Helena Rán Einarsdóttir og Ísabella Eir Thorbergsdóttir af yngra ári 4. flokks.
Sigurður Donys er þjálfari liðsins en hann hefur fylgt þessum hópi upp þeirra yngri flokka feril. Liðið leikur í B-deild A-liða (riðli 2) og eftir átta leiki er liðið í ​3. sæti riðilsins með sextán stig. Liðið er í bullandi baráttu um að komast í A-deild.
Picture
Síðasti leikur Einherja var í gær, sunnudag, gegn toppliði riðilsins; Grindavík. Grindavíkurstúlkur mættu sterkar til leiks og komust í 0-3. Útlitið dökkt fyrir vopnfirsku stúlkurnar eftir 25 mínútna leik. En þá var ekkert annað að gera en að bretta upp ermar og mæta vaskar til leiks. Það gerðu þær og hófu magnaða endurkomu. Mörkin röðuðust inn eitt af öðru og þegar yfir lauk hafði Einherji skorað fimm mörk. Lokatölur því 5-3. Næstu leikir Einherja eru 10. og 11. ágúst fyrir sunnan. Þá leika stúlkurnar gegn Þrótti R. og RKV sem er sameiginlegt lið Reynis, Keflavíkur og Víðis.

Það er stúlkunum mikilvægt að fá stuðning Einherjafólks hér heimafyrir og hefur aðsóknin á heimaleiki verið virkilega góð. Það er líka ómetanlegt fyrir Vopnfirðinga í heild að koma saman undir merki Einherja, á Vopnafjarðarvelli, viku eftir viku, til að spjalla, styrkja strengi og horfa á ungt fólk leika íþróttina sína.

Comments are closed.

    RSS Feed

Litla liðið með stóra appelsínugula hjartað!

Ábyrgðarmaður heimasíðu: 
Bjartur Aðalbjörnsson
​bjartur@einherji.net
Picture
Picture