Ungmennafélagið Einherji | Stofnað 1929

  • Heim
  • Fréttir
  • Um félagið
    • Lög, reglur og áætlanir >
      • Foreldrahandbók
      • Siðareglur
      • Viðbragðsáætlun
      • Kennslu- og æfingaskrá
    • Stjórn
    • Merki Einherja
    • Sagan
    • Aðstaða til æfinga
    • Facebook- síða Einherja
  • Innganga í félagið
  • Heim
  • Fréttir
  • Um félagið
    • Lög, reglur og áætlanir >
      • Foreldrahandbók
      • Siðareglur
      • Viðbragðsáætlun
      • Kennslu- og æfingaskrá
    • Stjórn
    • Merki Einherja
    • Sagan
    • Aðstaða til æfinga
    • Facebook- síða Einherja
  • Innganga í félagið

3. deildin rúllar af stað um helgina

10/5/2018

 
Picture
Picture
Nú er loksins komið að því! Meistaraflokkur karla hefur keppni í 3. deildinni um helgina. Fyrsti leikurinn er gegn KV í Vesturbænum en KV féllu úr 2. deildinni í fyrra. Einherjaliðið er með breiðan hóp leikmanna en tveir hefja tímabilið á banni - Kolev í fyrsta leik og Bjartur í fyrstu tveimur.

Samkvæmt spá þjálfara 3. deildar á fotbolta.net er Einherja liðinu spáð 4. sætinu. Jón Orri, þjálfari hafði þetta að segja um spána: 

„Spá er spá og til gamans gerð. Að vera spáð 4. sæti segir manni að það sé þokkaleg trú á liðinu í sumar. En eins skemmtileg og þessi spá er, þá segir hún sjaldnast nokkuð í eins jöfnu móti og 3. deildin verður í sumar. Hópurinn er mjög svipaður og í fyrra þrátt fyrir nokkrar mannabreytingar. Markmið sumarsins er að gera betur en í fyrra og við verðum að sjá hvort það gangi eftir í lok móts." 

Flautað verður til leiks á gervigrasinu í Vesturbænum kl. 15 á laugardaginn. Vopnfirðingar í Reykjavík fjölmenna vonandi á leikinn. Áfram Einherji!

Comments are closed.

    RSS Feed

Litla liðið með stóra appelsínugula hjartað!

Ábyrgðarmaður heimasíðu: 
Bjartur Aðalbjörnsson
​bjartur@einherji.net
Picture
Picture