Ungmennafélagið Einherji | Stofnað 1929

  • Heim
  • Fréttir
  • Um félagið
    • Lög, reglur og áætlanir >
      • Foreldrahandbók
      • Siðareglur
      • Viðbragðsáætlun
      • Kennslu- og æfingaskrá
    • Stjórn
    • Merki Einherja
    • Sagan
    • Aðstaða til æfinga
    • Facebook- síða Einherja
  • Innganga í félagið
  • Heim
  • Fréttir
  • Um félagið
    • Lög, reglur og áætlanir >
      • Foreldrahandbók
      • Siðareglur
      • Viðbragðsáætlun
      • Kennslu- og æfingaskrá
    • Stjórn
    • Merki Einherja
    • Sagan
    • Aðstaða til æfinga
    • Facebook- síða Einherja
  • Innganga í félagið

19. júlí 1978 - 40 ár liðin frá heimsókn skagamanna

19/7/2018

 
Picture
Rafn Hjaltalín (dómari), Baldur Kjartansson, Pétur Pétursson og Matthías Hallgrímsson
Picture
 Bjartur Aðalbjörnsson skrifar:

Í dag, 19. júlí, eru nákvæmlega 40 ár liðin frá því Íslandsmeistarar ÍA heimsóttu Vopnafjörð í 8-liða úrslitum bikarkeppni KSÍ. 

Sumarið 1978 var fimmta sumarið sem Einherji tók þátt í Íslandsmótinu í knattspyrnu og þriðja skiptið sem félagið tók þátt í bikarkeppni. Félagið endaði tímabilið á sigri í Austurlandsriðlinum í Íslandsmótinu en datt út úrslitakeppni eftir að hafa lent í 2. sæti í A-riðli úrslitakeppninnar. Þjálfari var Ingólfur Hannesson.

Það var þó bikarævintýrið sem átti hug Vopnfirðinga um mitt sumar en Einherjar voru komnir í 8-liða úrslit sem enn í dag er besti árangur félagsins. Einherji sló Hött út í fyrstu umferð með 0-5 sigri og Leikni Fáskrúðsfirði í þeirri annarri með 3-1 sigri. 
Í 32-liða úrslitum unnu Einherjar Austra 3-1 og slógu Víking Ólafsvík svo út úr 16-liða úrslitunum með 3-1 sigri á Vopnafirði.

​Í 8-liða úrslitum beið stjörnuprýtt lið Skagamanna. Skagamenn voru ríkjandi Íslandsmeistarar og stóðu uppi sem bikarmeistarar í lok sumars. Leikur Einherja og Skagamanna vakti athygli en í Morgunblaðinu 19. júlí 1978 segir: „Íslandsmeistararnir ÍA fá erfiðan andstæðing sem er Einherji frá Vopnafirði.“ Í Vísi var fyrirsögnin: ,,Allir sem vettlingi geta valdið munu mæta á völlinn!''
Fjöldi fólks sótti leikinn enda ekki á hverjum degi sem Íslandsmeistararnir heimsækja Austurland. Skagamenn léku í sínum hefðbundnu gulu og svörtu búningum en Einherjar í varabúningum; hvítum treyjum, grænum stuttbuxum og hvítum sokkum. 
Picture
Picture
Lið Einherja 1978. Efri röð f.v.: Ingólfur Hannesson (þjálfari) Aðalbjörn Björnsson, Steindór Sveinsson, Kristján Davíðsson, Ingólfur Sveinsson, Kjartan Kjartansson, Vigfús Davíðsson og Baldur Kjartansson. Neðri röð f.v.: Hafsteinn Sveinsson, Gísli Davíðsson, Sæmundur Steingrímsson, Andrés Ásgeirsson, Sveinn Antoníusson, Ólafur Ármannsson, Sveinn Hreinsson og Helgi Ásgeirsson.
Jafnræði var með liðunum fyrstu fimmtán mínútur leiksins en eftir það jókst pressa Skagamanna. Þeir áttu þó í miklum erfiðleikum með að koma boltanum inn fyrir og í Morgunblaðinu 20. júlí 1978 er sérstaklega minnst á glæsilegar markvörslur Sveins Antoníusar í marki Einherja. Það var svo undir lok fyrri hálfleiks sem markakóngur efstu deildar 1977 og 1978, Pétur Pétursson, skoraði fyrir Skagamenn.

​Í seinni hálfleik röðuðu gestirnir inn mörkum og komust í 0-6 með þrennum frá Pétri og Matthíasi Hallgrímssyni. En það voru þó Einherjar sem áttu lokaorðið en einn Sunnuhvolsbróðirinn, Vigfús Davíðsson, klóraði í bakkann fyrir Einherja á lokamínútu leiksins. Þetta var fyrsta tap Einherja þetta sumarið og í Mogganum daginn eftir sagði:
“LOKSINS kom að því að Einherji tapaði leik.“

Meðfygjandi eru myndir úr leiknum sem Rúnar Hreinsson tók. ​​​
Picture
Denni, Óli, Bói, Alli og Moli - Sveinn Antoníusson, Ólafur Ármannsson, Kjartan Kjartansson, Aðalbjörn Björnsson og Helgi Ásgeirsson

Comments are closed.

    RSS Feed

Litla liðið með stóra appelsínugula hjartað!

Ábyrgðarmaður heimasíðu: 
Bjartur Aðalbjörnsson
​bjartur@einherji.net
Picture
Picture