Ungmennafélagið Einherji | Stofnað 1929

  • Heim
  • Fréttir
  • Um félagið
    • Lög, reglur og áætlanir >
      • Foreldrahandbók
      • Siðareglur
      • Viðbragðsáætlun
      • Kennslu- og æfingaskrá
    • Stjórn
    • Merki Einherja
    • Sagan
    • Aðstaða til æfinga
    • Facebook- síða Einherja
  • Innganga í félagið
  • Heim
  • Fréttir
  • Um félagið
    • Lög, reglur og áætlanir >
      • Foreldrahandbók
      • Siðareglur
      • Viðbragðsáætlun
      • Kennslu- og æfingaskrá
    • Stjórn
    • Merki Einherja
    • Sagan
    • Aðstaða til æfinga
    • Facebook- síða Einherja
  • Innganga í félagið

Fyrstu þrjú stigin í hús

19/5/2019

 
Picture
Todor skoraði tvö mörk gegn KV
Bjartur Aðalbjörnsson skrifar:

Í gær, laugardag, lék Einherji gegn KV á Vopnafirði. Fyrir leikinn var Einherji án stiga en KV með sex stig. Dagurinn á Vopnafirði fór af stað með hlýindum en þoka og hafgola létu á sér kræla þegar leið að leik. Þetta var fyrsti heimaleikur sumarsins og ríkti eðlilega mikil mikil spenna fyrir leiknum meðal Vopnfirðinga. 

Tvær breytingar voru gerðar á byrjunarliðinu frá því í leiknum á Hornafirði. Sigurður Donys kom inn í liðið fyrir Eið Orra og Ruben - hinn nýi spænski miðvörður liðsins - kom inn fyrir Árna Fjalar.

Einherjar byrjuðu leikinn með goluna í bakið og sóttu inn fjörðinn. Pressa heimamanna var mikil og áttu Vesturbæingar í hinum mestu vandræðum með að spila boltanum út úr vörninni. Einherji skapaði sér mikið af færum og hálffærum en inn vildi boltinn ekki.
Það má segja að heimamenn hafi verið mun sterkari en gestirnir í fyrri hálfleiknum en drengirnir úr höfuðstaðnum áttu þó færi. Þeir settu boltann í þverslá beint úr aukaspyrnu og þá bjargaði Javon vel í markinu er leikmaður KV náði skoti af stuttu færi innan vítateigs. 0-0 í hálfleik.

Eftir markalausan fyrri hálfleik höfðu stuðningsmenn kannski áhyggjur af markaskorun í þeim seinni. En áhyggjurnar entust ekki lengi. Strax í upphafi seinni hálfleiks skoraði Todor tvö mörk með stuttu millibili og leiddi Einherji 2-0 eftir 54 mínútna leik. Eftir þetta jókst þó pressa KV og Einherjar áttu í vandræðum með að halda boltanum. Pressan endaði með marki frá KV og spennan orðin mikil á vellinum. 
Picture
Byrjunarlið Einherja gegn KV 18. maí 2019
Á 67. mínútu missti Einherji Jivko út af meiddan en þetta var annar leikmaðurinn sem Einherji missti í leiknum. Í fyrri hálfleik fór Bjartur út af fyrir Árna Fjalar. Guðni Þór kom inn fyrir Jivko og þurfti að standa í miklum hlaupum fremst á vellinum því KV juku pressuna enn meir eftir markið. Eftir hálffæri, færi og darraðadans í teig Einherja - og að loknum 7 mínútum í uppbótartíma - flautaði dómari leiksins leikinn af. Fyrstu þrjú stigin komin í hús.
Fögnuður Einherjadrengja var mikill að leik loknum enda mikill léttir að vinna fyrsta leikinn á heimavelli. Næsti leikur Einherja er á Vilhjálmsvelli á fimmtudag en þá heimsækjum við nágranna okkar í Hetti og Hugin. 

Comments are closed.

    RSS Feed

Litla liðið með stóra appelsínugula hjartað!

Ábyrgðarmaður heimasíðu: 
Bjartur Aðalbjörnsson
​bjartur@einherji.net
Picture
Picture